Frjáls verslun - 01.11.1979, Síða 36
ættmennis ásamt símanúmeri. Svona formsatriði eru
ekkert afskaplega uppörvandi fyrir flugferðir og þaðan
af síður skilmálar hersins um tjónabætur.
En svona lagað lætur fólk ekki á sig fá enda er
ferðazt ókeypis í þessu leiguflugi hersins til Bergen,
Bardufoss, Lakselv og Kirkenes næst landamærum
Sovétríkjanna. Af brottfarartöflunni í biðsalnum má
lesa að norski herinn heldur uppi reglubundnu áætl-
unarflugi með sitt fólk á degi hverjum milli stöðvanna
syðst í landi eins og Sola við Stafangur og norðlægu
herbækistöðvanna í Bardufoss og Kirkenes. Þetta
flug fer fram með leiguvélum af gerðinni Boeing 737
frá Braathen eða DC-9 frá SAS og ennfremur
Fokker-Friendshipvélum frá leigufélaginu Air
Executive.
Næstum fullhlaðinn heldur ,,Hálfdán svarti", ein af
Boeingvélum Braathens, frá Osló til Bergen. Sumir
samferðamennirnir frá Osló fara af en enn fleiri koma
í staðinn. Það mátti halda að þarna kæmi hvert
handboltaliðið af öðru um borð. Menn um tvítugt voru
mest áberandi, ungir hermenn að koma úr leyfi úr
..siðmenningunni" suður í landi en drífa sig nú að
nýju í herbúðirnar langt fyrir norðan heimsskauts-
baug þar sem aldimmt er þegar orðið um hálfþrjú-
leytið á daginn og nóttin á eftir að verða miklu lengri
þegar kemur fram á veturinn.
„Hálfdán svarti" þræðir strandlengju Noregs til
norðurs, framhjá Bodö og Narvik og dembir sér síöan
niður í fjallaskörð og þrönga dali í aðflugi að her-
flugvellinum í Bardufoss.
Herstööin Bardufoss
Þotugnýr ætlaöi alla að æra þegar stigið var út úr
flugvélinni. Tvær orrustuþotur voru í lágflugi yfir
flugvallarsvæðinu og þeystu síöan í átt til snævi þak-
inna fjallstinda sem voru rétt að hverfa í húminu.
Samferðafólk okkar í flugvélinni átti flest áfangastaö
hér en för okkar var heitið lengra norður, — alla leið til
Kirkenes. Smábið varð á því að Fokker Friendship--
vélin, sem flytja átti okkur þangað gæti haldið ferðinni
áfram, því að hún var í selflutningum milli herstöðva í
nágrenninu. Á meðan beðið var í Bardufoss gafst
okkur tækifæri til að litast dálítið um í þessum norð-
lægu herbúðum. Og þaö fór ekkert á milli mála, þetta
var raunveruleg herbækistöð. Hermenn voru hvar-
vetna á verði við byggingar á flugvellinum og tilsýndar
mátti greina stórar, rammgerðar járnhurðir á kletta-
veggjum handan flugbrautarinnar. Þar inni leynast
orrustuþotur Norðmanna.
Alls á norski flugherinn 115 flugvélar, þar af nærri
50 Starfighter-orrustuvélar, smíðaóar í Kanada og
Bandaríkjunum. Fyrir dyrum stendur aö endurnýja
flugflotann aö verulegu leyti og hafa Norðmenn
pantað 72 orrustuþotur af gerðinni F-16, sem nokkur
NATO-lönd ákváðu að kaupa í Bandaríkjunum.
í flota könnunarvéla, sem Norðmenn hafa til eftirlits
m.a. á hafsvæðinu fyrir norðan og vestan Noreg eru
fimm skrúfuþotur af gerðinni Orion, eins og þær sem
bandaríska varnarliðið á Keflavíkurflugvelli notar til
kafbátaleitar. Fyrirhugaö er að hinar háþróuðu eftir-
lits- og könnunarflugvélar Bandaríkjahers, sem
nefndar hafa verið AWACS og hafa bækistöð hér á
Keflavíkurflugvelli, verði í auknum mæli notaðar í
námunda við Noreg og munu þá fá aöstööu í her-
stöðinni á Andöya til að taka eldsneyti og vegna við-
halds.
Það er víðar en í Bardufoss, sem Norðmenn hafa
grafið út fjöll og kletta sem skýli fyrir hernaðartæki
sín. Suður í landi eru heilar skipaviögerðastöðvar inni
í fjöllum við ströndina og lægi fyrir þá 15 kafbáta, sem
norski sjóherinn ræður yfir, eru þannig gerð. Birgða-
stöðvar og hersjúkrahús eru sömuleiðis falin á þenn-
an hátt undir yfirborði jarðar.
Vígbúnaðurinn á Kola-skaga
Norðmenn eru staðráðnir í að verja land sitt, ef til
ófriðar dregur og njóta til þess tilstyrks annarra herja
Atlantshafsbandalagsins. Öll skipulagning norska
hersins ber það með sér að honum er ætlað að verjast
en ekki sækja fram til árása á önnur ríki. Hnattstaða
Noregs, milli risaveldanna, gerir þaö að verkum að
landið gegnir mjög þýðingarmiklu hlutverki í sam-
eiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins, þar
sem það liggur að Sovétríkjunum skammt frá stærsta
vopnabúri þeirra, — á Kola-skaganum — og viö út-
siglingarleið Norðurflota Sovétríkjanna á Barentshaf
og suður um Atlantshaf.
Á síðustu árum hefur farið fram feiknaleg uþp-
bygging hernaðarmáttar Sovétríkjanna á þessum
norðlægu slóðum. Talið er að 70% allra sovézkra
kafbáta, sem búnir eru kjarnorkueldflaugum fyrir
mismunandi miklar vegalengdir, allsum 170skip, hafi
bækistöövar á Kola-skaga. Á sömu slóðum eru
heimahafnir 60 stórra herskipa, flugbækistöðvar fyrir
u.þ.b. 320 flugvélar, 80 þyrlur og í kringum 50 flutn-
ingaflugvélar, sem tilheyra Norðurflotanum. Til við-
bótar þessu koma svo sveitir landgönguliða, búnar
öllum nýtízku vopnabúnaði. Mannafli Norðurflotans
er áætlaður um 220 þúsund manns og á heimaslóö-
um hans eru skipasmíðastöðvar og skipaverkstæði.
Á síöari árum hefur veriö fylgzt með hluta Norður-
flotans að æfingum allan ársins hring á hafsvæðinu
undan Kola-skaganum. Jafnan eru allmörg herskip
og tugir kafbáta úr Norðurflotanum á hafinu fyrir
vestan Noreg. Orion-könnunarvélar norska hersins
fara næstum daglega í eftirlitsferðir yfir Noregshaf, út
á svæðið milli íslands, Færeyja og Skotlands eða
umhverfis Jan Mayen. í þessu eftirlitsstarfi gegna
könnunarvélar bandaríska flotans á Keflavíkurflug-
velli einnig lykilhlutverki þannig að norskum kynn-
ingarritum um skipulag varna á N-Atlantshafi er það
sagt hafa afgerandi þýðingu í þessari heildarmynd.
í Ijósi hraðvaxandi hernaðarstarfsemi Sovét-
manna á norðurslóðum, við norðurmörk bandalags-
svæðis NATO , gefur auga leið að Norðmenn hljóta
að leggja megináherzlu á varnarmátt sinn í Norður—
Noregi. Stærsti hluti fastahers Norðmanna hefur
bækistöðvar þar. Um er að ræða 450 manna stór-
skotaliðssveit, sem staðsett er í Suður-Varangri, við
landamæri Sovétríkjanna, 1000 manna liö í Porsang-
er og 5000 manna meginher í nokkrum bækistöðvum
í Bardufoss og fleiri herstöðvum í Troms. Það er
stefna Norðmanna að forðast spennu í landamæra-
36