Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 43

Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 43
skodun Fréttareglur útvarpsins Grein eftir Ólaf Sigurðsson, fréttamann Það hefur ekki farið framhjá mörgum, að talsverð- ar umræður hafa orðið um fréttaflutning útvarps, á undanförnum mánuðum. Sérstaklega sætti útvarpið gagnrýni á Alþingi á sl. vori. Meðal annars snerist sú gagnrýni um þingfréttir, sem hafa orðið sífellt umsvifameiri þáttur í fréttum. Af skiljanlegum ástæðum er þingmönnum annt um að hlutur þeirra verði sem mestur í fréttum. Nú er fréttastofa útvarps ekki hafin yfir.gagnrýni, frekar en aðrar stofnanir og vissulega verður að gera kröfur til stofnunar, sem hefur svo víðtækan aðgang að heimilum og sálum manna. Vafalaust verður mönnum eitthvað á í fréttum útvarpsins og væntan- lega sjónvarpsins líka, en kröfurnar eru meiri, sem gerðar eru til þeirra en til blaöamanna á dagblöðum. Vafalaust er þetta réttmætt, þar sem hér er um stofn- anir almennings að ræða. En nauðsynlegt er fyrir þá, sem gagnrýna aö hafa hugmynd um hvað gagnrýna skal og því verður hér gerð grein fyrir þeim reglum, sem fylgja þer við fréttaflutning, en þær eru oft skýrar, en stundum mjög óljósar, eða þá að aldrei hefur á túlkun þeirra reynt. „Útvarpsstjóri gefur út reglur... Reglur um fréttaflutning útvarps og sjónvarps er að finna á þremur stöðum, í útvarpslögum frá 1971, í reglugerð um Ríkisútvarpið frá 1972 og loks í reglum um fréttaflutning Ríkisútvarpsins frá 1976. Útvarpslög eru, eðli sínu samkvæmt, fremur al- menn. Þar segir í 3. grein meðal annars: „Ríkisút- varpið skal í starfi sínu hafa í heiöri lýöræðislegar grundvallarreglur. Það skal virða tjáningarfrelsi og gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í opinberum málum, stofnunum, félögum og einstaklingum '. Þessi setning á að sjálfsögðu við út- varpið allt, en ekki fréttir eingöngu. Sú leið er vand- rötuð, sem þessi grein vísar. Þá segir í fjórðu grein: „Útvarpsstjóri gefur út reglur um fréttaflutning og auglýsingar í hljóðvarpi og sjónvarpi. Þar á meðal auglýsingatíma, að fengnu samþykki útvarpsráðs". Með þessari setningu lýkur í raun afskiptum útvarps- ráðs af fréttaflutningi, sem heyrir beint undir útvarps- stjóra. Þar á meðal heyrir það undir útvarpsstjóra að ráða fréttamenn. Sá háttur hefur verið hafður á að leggja nöfn umsækjenda undir útvarpsráð, til um- sagnar, en ekki er útvarpsstjóra skylt að taka mark á þeirri umsögn og dæmi um að það hafi ekki verið gert. Á að gera grein fyrir heimildum? í reglugerö um Ríkisútvarp er fjallað nánar um fréttir og meðal annars sagt að þær megi ekki vera „blandnar neins konar ádeilum eða hlutsömum um- sögnum" og lögð á það áhersla að fréttaskýringar séu ávallt aðskildar frá fréttum og nafns höfundar getið. Þá segir að gæta skuli þess að heimildir séu sem fyllstar og óyggjandi. Því næst kemur setning, sem öllum fréttamönnum er þyrnir í augum: Þar segir: „Ríkisútvarpið verður ávallt að vera reiðubúið að gera grein fyrir heimildum". Þetta er atriði sem víða um heim hefur verið deilt um. Til dæmis hafa staðið yfir í Bandaríkjunum viðamikil réttarhöld um það, hvort blaðamanni New York Times beri skylda til að skýrá frá heimildum sínum í morðmáli. Það þekkja allir, sem við þlaðamennsku hafa starf- að, að oft er hægt aö afla staðgóöra upplýsinga, ef sá sem þær veitir hefur tryggingu fyrir því, að nafn hans komi hvergi fram. Ekki verður sagt að reynt hafi á þessa reglu í starfsemi fréttastofu útvarpsins og ef til vill mótast fréttir útvarpsins af þessu. Óhætt er að fullyröa að fréttamenn vita oft meira en þeir treysta sér til að segja frá. Hiklaust má segja, að ákvæöi sem þetta, sé það tekið þókstaflega, kemur í veg fyrir mikið af frumkvæði fréttamanna. Á það skal ekki lagður dómur, hversu réttmætt þetta ákvæði er, en erlendis er það talið stefna frelsi fréttastofnana í voða. Ef grannt væri skoðað mætti sjálfsagt finna því dæmi að reglu þessari hefði ekki verið fylgt, enda oft harla erfitt aö fylgja henni. Ekki 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.