Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Side 46

Frjáls verslun - 01.11.1979, Side 46
Sérhæfing erfið á fréttastofu Mjög er misjafnt hvernig ýmsum þjóðfélagsþáttum er sinnt. Það fer meöal annars eftir áhugamálum fréttamanna og þekkingu á hverjum tíma. Sérhæfing er mjög erfið, þar sem unnin er óregluleg vaktavinna, eins og óhjákvæmilegt er, þegar dreifa þarf tíu mönnum yfir tímabilið frá sex á morgnana til mið- nættis, nær alla daga ársins. Til viðbótar þeim eru fréttastjóri og varafréttastjóri. Þá eru auk þess tvö svið, þar sem sérhæfing er fyrir hendi. Sérstakur þingfréttaritari er við fréttastofuna að vetrinum og íþróttafréttaritari allt árið. Fréttamönnum er ábyrgð sín Ijós og engin ástæða til að draga úr henni. Hlustendum er aftur á móti ekki eins Ijóst við hvaða vandamál er að stríða. Þau eru flest í eðli sínu þau sömu og blaðamenn hafa við að stríða, að viðbættu því að fréttamenn verða að vinna á miklum hraða, þegar fréttatímar nálgast. En að auki búum við í glerhúsi, þar sem hlustendum finnst, með nokkrum rétti, að við séum þeirra starfsmenn, með öðrum hætti en hugsað er um starfsmenn dagblaða. Látið fagmenn sjá um ferðina — Hvort sem þér ætlið í vetrarfrí eða viðskiptaferð Útsýn hefur á að skipa sérþjálfuðu kunn- áttufólki LONDON Vikuferðir 7 nætur á einu eftirsóttasta hóteli Lundúna, Cumberland viö Oxfordstræti. Bezta stað- setning með tilliti til veitinga, verzlana, og skemmtistaða. Einnig Clouchester Hotel, Russel Hotel og Regent Palace. VERÐ FRÁ KR. 168.500. Vörusýningar — einstaklingsferðir ÚTSÝN leggur heiminn að fótum þér. [ v : • 'i'jf ifim sm LONDON 5 daga helgarferðir Fimmtudagur til þriðjudags. Verð með gist- ingu á þekktu hóteli í hjarta borgarinnar, enskur morgunverður og flugvallarskattur. VERÐ FRÁ KR. 145.800. Helgarferðir til GLASGOW Brottför: 9., 23. og 30. nóv. og 7. des. Hótel Ingram. Verð frá kr. 110.200.— London Hinar sívinsælu Útsýnarferðir nú fáan- legar tvisvar í viku á lækkuðum far- gjöldum. Austurstræti 17, II. hæð, sími26611.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.