Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Side 49

Frjáls verslun - 01.11.1979, Side 49
þáttur í starfseminni og árið 1932 fékk Fálkinn umboð fyrir „Necchi” saumavélar og eru það einar mest seldu saumavélar á íslandi síðustu áratugi. Sem dæmi um það má nefna að árið 1947 seldust hvorki fleiri né færri en 2000 Necchi— saumavélar hérlendis. Árið 1928 fékk Fálkinn umboð fyrir Dodge bifreiðar og á næstu 4 árum voru fluttar inn u.þ.b. 80 bif- reiðar þeirrar tegundar, en þá tók einkasala ríkisins á bifreiðum við. I byrjun stríðsins hófst síðan reiðhjólaframleiðsla Fálkans, en þá hafði að mestu verið tekið fyrir innflutning til landsins. Þessi framleiðsla stóð yfir stríðs- og haftatímabilið, allt til ársins 1954, en þá opnaðist aftur innflutningur til landsins. Á þessum 14 árum voru framleidd um 18000 reiðhjól undir merki Fálkans. Árið 1948 var rekstrarformi fyrirtækisins breytt í hlutafélag en fram að þeim tíma haföi það verið einstaklingsfyrirtæki í eigu Ólafs Magnússonar. Um þetta leyti voru starfsmenn fyrirtækisins um 20 talsins og sama ár flutti fyrirtækið í nýtt húsnæði, aó Laugavegi 24, en á þeirri lóð hafði starfsemi Fálkans veriö, allt frá árinu 1910. Véladeild Fálkans var stofnuð árið 1956 og í dag er þar að finna landsins mesta úrval af legum, reimum, hjöruliöskrossum og ás- þéttum, í allar gerðir véla og farar- tækja. Á 7. áratugnum efldist fyrirtækið mjög og jókst starfsemin til muna. Þrengsli í húsnæðinu á Lauga- veginum stóöu fyrirtækinu mjög fyrir þrifum og því var ráðist í byggingu nýs húsnæðis við Suðurlandsbrautina og þar fer nú öll starfsemi fyrirtækisins fram, sem áður segir. Fleimilistækjadeild Fálkans var stofnuð árið 1971 en þá hafði fyrirtækið fengið umboð fyrir hin heimsfrægu Hoover heimilistæki. Síðan hafa margar gerðir heimilis- tækja bætzt í hópinn auk hljóm- flutningstækja. Fjórar deildir Reiðhjóladeild selur auk reið- hjóla, barnavagna og -kerrur, auk skyldra vara og nýlega hefur í þessari deild verið tekin upp sala á rafmagnshandverkfærum. Hljómplötudeild hefur s.l. 3—4 ár veriö söluhæsta deild Fálkans. Verslun Fálkans á stríðsárunum, en þá var mlklð selt af hljómplötum. Amerísklr hermenn vlrða fyrlr sér nýjar hljómplötur árlð 1941. Vlð afgrelðsluna er Haraldur V. Ólafsson. Vlð relðhjólaframlelðslu árlð 1951. Verslun Fálkans árlð 1935. Bak vlð afgrelðsluborðlð standa Haraldur V. Ólafsson og Sigríður Ólafsdóttir. 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.