Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 62
Fólk mætti spara meira
og leggja fé sitt á banka
— er álit útibússtjóra
Búnaðarbankans í
Stykkishólmi
„Annars er atvinnuástandið hér
til sóma, jatnt og þétt unnið allan
ársins hring að heita má. Skelin er
hér stór liður, tveir til þrír mánuðir
á vertíð, og grásleppan á vorin. Þá
má líka benda á að iðnaður er að
verða talsvert öflugur hér í Hólm-
inum. Stór skipasmíðastöð,
Skipavík h.f. og tvær stórar tré-
smiðjur, Ösp h.f. og Trésmiðja
Stykkishólms h.f ", sagði Guð-
mundur.
,,Hér er líka heilmikið gert í
bæjarmálunum, einkum hefur nýja
félagsheimilið og hótelið verið
mikið átak. Þar finnst mér þó að
rekstrargrundvöll vanti enn sem
komið er. Hóteliö þarf meiri við-
skipti utan við þessa 2—3 mánuði
á sumrin, þegar traffíkin er hvað
mest. Við þyrftum að fá hingað
ráðstefnur og hópa utan feröa-
mannatímans til að nýta þessi
glæsilegu húsakynni betur".
Við spurðum Guðmund hvort
Hólmarar væru sparsamir og
legðu fé sitt á banka.
,,Ekki get ég nú sagt það. Inn-
lánaaukningin er talsverð, en þar
spilar verðbólgan inn í. Auðvitað
eru bankamenn aldrei ánægðir
með innlánsaukninguna og finnst
að fólk ætti að leggja inn í banka í
stað þess að eyða fénu í sólar-
landaferðir og annað þvíumlíkt. En
staðreyndin er að hér hefur fólk
ágætis tekjur og algengt að hjón
vinni bæði úti og afli búi sínu mik-
illa tekna."
Guðmundur Eiðsson er Eyfirð-
ingur og hefur starfað í Stykkis-
hólmi síðustu 5 árin. Hann kvaðst
kunna vel við sig í Hólminum, enda
einróma álit allra að það sé fal-
legur og sérstæður bær og nátt-
úrufegurð mikil. Hinsvegar kvaðst
hann alltaf kunna bezt við eyíirzka
veðurfarið, en síður við það
veðurfar sem íbúar á suðvestur-
og vesturlandi búa við.
„Það verður ekki annað sagt en að hér sé ágætis ástand á
flestum málum. Að vísu er bátunum lagt núna í desember og
fram yfir áramót þangað til nýr kvóti verður ákveðinn í hörpu-
disknum. Á meðan eru sjómennirnir að flikka upp á bátana sína
og verða tilbúnir til að veiða áfram“, sagði Guðmundur Eiðs-
son, útibússtjóri Búnaðarbanka íslands í Stykkishólmi í viðtali
við FV.
Þjóðverjar tiðir gestir
62