Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 33
áfengi blandað með bragðgefandi
drykkjum eða með annarri tegund
áfengis í kokkteil. Þá kom það
einnig í Ijós, að tærir drykkir eru
vinsælastir á markaðnum. Vodka
er í fyrsta sæti og gin í öðru.
Gin er talið mjög heppileg
undirstaða í kokkteila vegna þess
hve þurrt það er á bragðið þannig
að það yfirgnæfir aldrei aðrar teg-
undir í blöndunni. Við nefnum hér
nokkra kokkteila, sem byggðir eru
á Beefeater-gini og blandaðir
samkvæmt uppskriftum færustu
barþjóna víða um heim. Kunnáttu-
menn í faginu segja, að vel bland-
aður kokkteill, sem borinn er fram
vel kældur, taki flestu öðru fram og
það sé vel þess virði að eyða dá-
litlum umframtíma í að nostra við
þlöndunina. Og hér fáum við
nokkrar uppskriftir.
Bronx
2 Beefeater Gin
1 Dry Vermouth
1 Sweet Vermouth
Appelsínusafi og ís. Hristið vel,
sigtið og hellið í glös.
Beefeater Martini
Hlutföllin í þessum kokkteil geta
verið mjög mismunandi eftir
smekk. Hlutfalliö af Beefeater Gin
á móti Dry Vermouth ætti aldrei að
vera minna en 4 á móti 1 en má
vera allt að 10 á móti 1. Þessum
tegundum er hellt í ískalt blönd-
unarglas eða könnu, hrærðar með
ísmolum og síðan sigtaðar. Bæta
má olífu eða sítrónusneið við eftir
smekk.
White Lady
2 Beefeater Gin
1 Cointreau
1 sítrónusafi
Hristist með ismolum og sigtað.
Orange Blossom
1 Beefeater Gin
1 Appelsínusafi
Hristist vel með ísmolum. Sigtað.
Bæta má við smáskvettu af
Grenadine eftir smekk.
Beefeater Gibson
Blandið Beefeater Martini og berið
fram með tveimur
smálaukum í staðinn fyrir
sítrónusneið eða olífu.
Gimlet
2 Beefeater Gin
1 Lime juice cordial.
Hristið vel með ís og sigtið.
Bætið sódavatni við ef óskaó
er.
Singapore Sling
2 Beefeater Gin
1 Cherry Brandy
Safi úr hálfri sítrónu.
Hellið í hátt glas með ísmolum,
hrærið og berið fram með köldu
sódavatni.
Beefeater Golden Fizz
Stór skammtur af Beefeater Gin
Safi úr heilli sítrónu,
1 teskeið af sykri
1 eggjarauða
Hristið vel með ísmolum og hellið í
hátt glas með ísmolum. Fyllið
glasið með sódavatni.
John Collins
Stór skammtur af Beefeater
Gin.
Safi úr einni sítrónu
1 teskeið sykur.
Hellið i glas með ísmolum og fylli
með sódavatni. Bætið við smásl
vettu af Angostura Bitters, hræri
og berið fram með sítrónusneið.
issr
ifámtraÉi'
33