Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 22
I
Hvað er að fréffa hjá
Skrá yfir 100 stærstu fyrirtækin á íslandi var birt ísíðasta tölublaði
Frjálsrar verzlunar. Blaðið leitaði til forstöðumanna nokkurra
fyrirtækja, sem efst eru á listanum eða hafa vakið athygli fyrir
mikil umsvif og vaxandi. Fara hér á eftir stuttar greinargerðir
byggðar á viðtölum við þá. Sérstakur listi var gerður yfir stærstu
opinberu stofnanirnar, þar á meðal flugmálastjórn. Það kom
greinilega fram í samanburði milli stofnana, að starfsmenn á
flugmálasviðinu fá að meðaltali hærri launagreiðslur en fólk hjá
öðrum helztu stofnunum ríkisins. Flugmálastjórinn var beðinn um
að skýra þetta nánar.
Eiga Flugleiðir að vera
í efsta sæti?
,,Því er ekki að leyna að það
hefur gengið illa á þessu ári,"
sagði Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, annars stærsta fyrir-
tækis landsins í viðtali. Raunar er
það álitamál, hvort SÍS eða Flug-
leiðir hreppa forystusætið, eins og
nánar verður vikið að síðar í þessu
spjalli.
„Við höfum fækkað um 200
manns og samdráttur hefur orðið
t Atlantshafsfluginu. Þessar upp-
sagnir og samdrátturinn eru til-
raunir til að rétta úr kútnum,"
sagði Sigurður.
Hann kvað augljóst að verulegur
halli yrði á rekstrinum í ár, en of
snemmt að nefna neinar tölur í því
sambandi. Veltan yrði þó talsvert
meiri, vegna hækkaðs olíuverðs
og launahækkana meðal annars.
„Við teljum að við séum ekki að
fjarlægjast ísland og íslendinga
með því að fljúga beint frá Evrópu
til Ameríku án viðkomu hér," sagði
Sigurður. „Aðalmarkmiö okkar er
að þjóna landsmönnum sem allra
bezt og þessi beinu flug verða
þess ekki valdandi að erfiðara
verði að komast leiðar sinnar til og
frá landinu hvort heldur er vestur
eða austur," sagöi Sigurður
Helgason.
Viö spurðum Sigurð hvað for-
stjóri annars stærsta fyrirtækis
landsins þægi í laun. Hann kvaðst
ekki geta gefið upp tölur í því
sambandi.
„Þeir sem teljast í háum tekju-
flokki borga aftur til ríkisins 75—
80% af launatekjunum, svo þú
sérð að það getur verið dálítið af-
stætt þegar talað er um tekjur
manna."
í sambandi við starfsmannatölur
Flugleiða og launafjárgreiðslur
sem birtust í síðasta blaöi verður
að hafa í huga að þar er einungis
reiknað með starfsfólki hér á landi.
Starfsfólk erlendis á síðasta ári
var 492 segir í ársskýrslu Flug-
leiða, en þar er starfsfólk á íslandi
talið vera 1191. Samtals hefur
starfsfólkið á síðasta ári verið 1083
talsins. Til viðbótar má og telja 90
starfsmenn Air Bahama, Hótel
Esju með 75 manns, 48 starfs-
menn Arnarflugs og loks 12 hjá
Ferðaskrifstofunni Úrvali.
Heildarlaun og launatengd gjöld
Flugleiða heima og erlendis námu
8672 milljónum króna 1978 og
höfðu hækkað um 60% frá árinu
áður.
Samkvæmt þessum tölum gætu
Flugleiðir því allt eins verið í efsta
sæti meðal íslenzkra fyrirtækja.
Slippstöðin:
GÓÐ
AFKOMA
„Við settum okkur markmið fyrir
nokkrum árum. Fyrst að koma á
kjölfestu í efnahagsmálum okk-
ar, síðan að stækka fyrirtækið. Við
gáfum okkur þá forsendu að
stækka fyrirtækið upp í 550 manna
starfslið. Allar okkar aðgerðir hafa
farið fram eftir þessu plani," sagði
Gunnar Ragnars, forstjóri Slipp-
stöðvarinnar.
22