Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 39
aðra, rekur fólk á götuna, og í ómennsku sinni drepur hún lítinn dreng með skothríð. Síðan í upp- gjöri leikritsins gerist það að heiðarlegi, einfaldi verkamaðurinn viðurkennir, að hann hafi haft rangt fyrir sér og tekur að ræna Ijótu kapítalistana eins og kona hans. Hvers hagur er það að rýja kúr,n- ann inn að skinni? Tilgangurinn með þessu leikriti er áróður, — öflun fylgis við málstað kommúnismans. Áróður- inn er hafður nógu einfaldur, til þess að andstæðurnar verði skýr- ari og eitthvert pláss verði fyrir húmorinn, sem aftur er til þess að draga fólk að leikritinu. Útkoman verður þó rangtúlkun á raunveru- leikanum og í gegnum skín andúðin á eignarréttinum og þeim sem eiga eitthvað. í sannleika sagt leyfir leikritið engan meðalveg á milli öfganna. Sú árátta öfgafullra vinstri manna, að fordæma gróðahug- takið er alveg stórfurðuleg og um leið óskynsamleg. Því þarf alls ekki að vera þannig varið, að í hvert skipti sem einn græði þá skuli annar tapa. Frá sjónarhóli þess sem þetta ritar, hlýtur það að vera hagur framleiðanda vöru og selj- anda vöru, að sem flestir geti keypt hana og það hljóti því að vera keppikefli þessara aðila, að hin margumtalaða ,,alþýða" hafi sem rúmust fjárumráð. Gróði er nauðsynlegur. Málið hlýtur að snúast um það, að gróði þarf ætíð að myndast ef stöðnun á ekki að eiga sér stað. Rétt eins og kaup launþegans ætti að duga fyrir meiru en brýnustu nauðsynjum, þá ætti allur rekstur að skila nægilegum arði til að borga upp það, sem gert hefur verið og leggja í nýjar fram- kvæmdir. Gróði er hrein ráðstöf- unareign sem eigandi hans er sjálfráður um. Alþýóuleikhúsið lítur út fyrir að vera stöndugt fyrirtæki. Það hefur efni á að greiða af sínu styrki til ýmissa hópa sem myndast hafa innan þjóðfélagsins, eins og t.d. málfrelsissjóðs og herstöðvarand- stæðinga. Alþýðuleikhúsið er framar öllu dæmi sem menn geta lært af, lif- andi dæmi um getu einkafram- taksins framar getu þeirra aðila sem hafa ríkisvaldið og ekkert annað að baki. Ungt fólk tekur sig saman um hugöarefni sitt, leiklist og kommúnisma. Það fær engan styrkinn og því ekki um annað að ræða en að feta hægri leiðina, og það gerir þetta ágæta fólk, — rekur nú hinn ágætasta bissniss og það á hinu listræna sviði í þokkabót. Satt að segja hefði maður nú haldið, að þetta væri útilokað í dag, en einkaframtakið lætur ekki að sér hæða með þeim úrlausnum sem óheftur og frjáls hugur manns hefur yfir að ráða. Tilgangurinn með Alþýðuleikhús- inu skiptir engu máli. Mönnum á að vera frjálst að vinna því máli brautargengi sem þeir trúa á. Dæmið um Alþýðuleikhúsið beinir augum manna ósjálfrátt að þeim listastofnunum sem ríkið rekur eða eru tryggðar í bak og fyrir af hinu opinbera. Eru þessir ríkisstyrkir ekki yfir höfuð óþarfir, allavega hefur Alþýðuleikhúsið sannað það að listin hefur fætur sem hún getur staðið óstudd á, í frjálsu umhverfi einkaframtaksins. Það lifi! Sigurður Sigurðarson :tJ Sólaáir hjólbardar Eigum á lager allar stærðir jeppa- og fólksbifreiðahjólbarða. Sendum um land allt. Opiðfráö— 19, laugardagaö—16 Hjólbaróasólun Hafnarfjardar h.f, Trönuhrauni2, sími52222. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.