Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 38
ALÞÝDULEIKHUSID, LEIKHÚS HINS FRJÁLSA FRAMTAKS Eitt gleggsta dæmið um ágæti einkaframtaksins er rekstur hins svokallaða Alþýðuleikhúss. Leik- húsið settu nokkrir vinstri sinnaðir leikarar á laggirnar fyrir nokkrum árum, og þrátt fyrir ýmsa byrj- unarerfiðleika hefur vegur þess farið sívaxandi. Leikhúsið nýtur mjög lítillar opinberrar fyrir- greiðslu og tekjur þess eru svo til eingöngu af aðgöngumiðasöl- unni. „Við borgum ekki“. Undanfarið hefur Alþýðuleik- húsið sýnt gamanleikritið ,,Við borgum ekki, við borgum ekki“ á fjölum Austurbæjarbíós í Reykja- vík. Leikritið hefur notið mikilla vinsælda og yfirleitt er troðfullt hús á sýninguna jafnvel þótt hér sé um miðnætursýningar að ræða. Leikritið er ærslaleikur með rammpólitískum boðskap. i því segir frá tveimur bláfátækum verkamannahjónum á Ítalíu. Dag einn hækka matvörurnar heilmikið og konurnar neita að borga, því þær telja sig ekki hafa efni á að greiða uppsett verð fyrir vörurnar. Þær taka sér þá það bessaleyfi að borga fyrir matvörurnar það verð sem þær telja sanngjarnt og sum- ar borga ekki neitt en taka mat- vörurnar engu að síður. Uppreisn- in spyrst út. Járnbrautarverka- mennirnir fara í verkfall, því þeir eru óánægðir með það að þurfa að greiða fyrir ferðir sínar með járn- brautunum til og frá vinnustað. Verksmiðjuverkamennirnir mót- mæla lélegu fæði á vinnustað, éta það þó, en neita að borga fyrir það. Gamanið, umbúðir utan um áróðurinn. Rauði þráðurinn í verkinu er vonska Ijótu kapítalistanna, sem eiga búðirnar, íbúðarhúsin og járnbrautirnar og nota lögguna sem svipu á meinlausan almúg- ann. Leikritið er kommúnískur áróður. Gamalkunnri áróöursað- ferð er beitt. Att er saman tveimur persónum, sækjanda og verjanda þess, sem á er deilt. Heiðarlegur, einfaldur verkamaður, sem ekki má vamm sitt vita, og klókri konu hans, sem heldur því fram, að óhætt sé að ræna og rupla þessa Ijótu kapítalista, — þeir hafa hvort eð er sett lögin fyrir sig sjálfa. Sagan gengur síðan út á það, hvernig nágrannakonan og eigin- konan reyna að fela þýfið meðan löggan æðir úr einni íbúðinni í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.