Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 51
„Við erum með 50% markaðshlutdeild”
segir Anton Bjarnason, forstjóri Glerborgar
Glerborg hóf starfsemi sína árið
1972 en starfssvið fyrirtaekisins
hefur ávallt verið framleiðsla ein-
angrunarglers. Stofnandi fyrir-
tækisins var Bjarni Kristinsson, en
hann hafði áður verið einn af eig-
endum íspan í Kópavogi. Bjarni
var að vissu leyti brautryðjandi á
framleiöslu einangrunarglers eins
og það er framleitt í dag.
„Tvöföld líming“.
Á síðasta ári hóf Glerborg fram-
leiðslu á einangrunargleri með
nýrri aðferð sem kölluð hefur verið
„tvöföld líming''. Þegar þessari
aðferð er beitt við framleiðslu
glersins er tryggt með sérstöku
lími að enginn raki komist inn á
milli rúðanna en sú hætta hefur
fylgt tvöföldum rúðum eftir því sem
aldurinn hefur færst yfir þær.
Þannig verður ending rúðanna
mun betri heldur en áður var.
Glerið sjálft er flutt inn frá Sví-
þjóð að mestu en einnig að iitlu
leyti frá Englandi og Belgíu. Þegar
rúðurnar eru síðan komnar til
Glerborgar eru þær skornar niður
eftir nákvæmum málum og límdar
saman.
Þessi „tvöfalda lím" aðferð er
nú að ryðja sér til rúms í allri fram-
leiðslu einangrunarglers og Gler-
borgarmenn voru fljótir að tileinka
sér þessa nýju tækni. Þegar þeir
hófu framleiðslu, samkvæmt
þessari aðferð, höfðu aðeins al-
stærstu aðilar á þessu sviöi á
Norðurlöndum tekið aðferðina
upp.
Fyrir utan glerframleiðsluna sel-
ur Glerborg ísetningarefni ýmis-
konar, auk lítilsháttarframleiðslu á
hitakútum fyrir rakaeyðingarefni,
sem mest megnis hafa verið seld
út fyrir landsteinana.
Hörð samkeppni.
Anton Bjarnason, forstjóri Gler-
borgar, kvað vera um harða sam-
keppni að ræða í þessari grein. Nú
starfa 5 fyrirtæki að framleióslu
einangrunarglers hérlendis og
sérstaklega kemur samkeppnin
fram yfir vetrarmánuðina.
,,Við teljum okkur þó ekki vera í
beinni samkeppni við hina aðilana
því aö að okkar mati erum við að
selja aðra vöru en þeir. Við erum
með upp undir 50% markaðshlut-
deild í sölu einangrunarglers en
markaðurinn er um 100 þúsund
fermetrar á ári. í ár framleiðum við
um 45 þúsund m .
Reksturinn gengur
prýðilega.
Anton sagði einnig að rekstur-
inn hafi gengið prýðilega á þessu
ári. Á síðustu árum hafi verið
stöðug aukning í sölu eða
14—18% að meðaltali á ári.
Stærsta stökkið mun hafa verið á
milli áranna 1974 og 75 en þá jókst
framleiöslan um 48%.
„Við erum þannig mjög vel í
stakk búnir enda með fullkomn-
ustu tæki sem völ er á og tæplega
30 góða starfsmenn."
Einangnin gegn hita, etdi, kulda og
hljóöi, auðveltí uppsetningu.
Algengustu stærðir ávallt
fyrirliggjandi.
BT BIWTL V
Lækjargtttu 34, Hafnarfir&i
sími 50975
ROCKWOOL
Spamaður á komandi árum