Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 49
sjóöa landsins og auðvitað hjálpa
þeir viðskiptavinum hvors annars
eftir mætti."
ísal og Sparisjóðurinn eiga við-
skipti ,,í talsverðu umfangi" og
sagöi Guðmundur að þau viðskipti
hefðu gengið vel í alla staði.
Iðnaðarbankinn er næst stærsti
bankinn í Hafnarfirði sé miðað við
innlán. Þau voru á árinu 1978 870
milljónir króna en í ár stefna inn-
lánin í 1.500 milljónir.
Jóhann Egilsson, útibússtjóri,
kvað fyrirtæki í Hafnarfirði mörg
hver eiga við fjárhagserfiðleika og
vaxtabyrði að stríða, svo sem
fyrirtæki annarsstaðar á landinu.
En þó væru alltaf traust fyrirtæki
inni á milli.
„Verslunarfyrirtæki hafa átt við
erfiðar hækkanir að stríða og iðn-
fyrirtæki hafa fengið að kenna á
því að viðskiptamenn þeirra
standa ekki í skilum. Þannig er
þröngt í búi hjá flestum fyrirtækj-
um því að þetta er allt keðjuverk-
andi."
Jóhann sagói ennfremur að
samkeppni við sparisjóðinn væri
fyrir hendi og hann teldi að bilið á
milli sparisjóðsins og annarra
banka væri stöðugt að minnka.
Samvinnubankinn er sá þriðji í
röðinni. Innlán hjá honum á árinu
1978 námu 542 milljónum króna
og hafði sú upphæð vaxið um 40%
til loka nóvembermánaðar.
Þorkell Jónsson, útibússtjóri,
sagði að engin fyrirgreiðsla væri
fyrir utanaðkomandi fólk og fyrir-
tæki í Samvinnubankanum.
Útvegsbankinn er minnsti banki
Hafnfirðinga enda þeirra yngstur,
og hefur aðeins starfað í eitt ár.
Innlán til bankans frá desember
1978 til desember þessa árs voru
118 milljónir króna, þar af 30
milljónir á gjaldeyrisreikningum en
Útvegsbankinn er eini bankinn í
Hafnarfirði sem hefur gjaldeyris-
deild.
Gunnar Gunnarsson, útibús-
stjóri, lét svo um mælt að Hafn-
firðingar væru hættir að fara til
Reykjavíkur til að afla gjaldeyris.
Um 30 gjaldeyrisumsóknir hafa
verið afgreiddar að meðaltali á dag
en aftur á móti væri gjaldeyrir af-
greiddur í einhverri mynd 100
sinnum dag hvern.
ísal skiptir að mestu leyti við
aðalbanka Landsbankans í
Reykjavík. Þó er um helmingur
launareikninga starfsmanna Ál-
versins í bönkum í Hafnarfirði sem
skiptist þannig. Hlutur Ssj. Hf. er
um 43%, hlutur Samvinnubankans
3.4% og hlutur Iðnaðarbankans
4%. Þessar tölur eru fengnar úr
skýrslu Álversins á 10 ára afmæli
félagsins nú í ár. Hlutur banka í
Kópavogi og Reykjavík var þannig
um 50%.
Áður en þessu greinarkorni lýk-
ur er rétt að geta þess að skoðun
þeirra manna er rætt var við, á því
hvort Hafnfirðingar geymdu fé sitt
að einhverju leyti í bönkum í
Reykjavík voru skiptar. Allt frá því
að vera ,,ekki umtalsvert" upp í
„verulegt" og jafnvel um 30%
sparifjár bæjarbúa.
„Kaupfélag Hafnfirðinga er á uppleið”
Spjailað við Örn Ing-
ólfsson, kaupfélags-
stjóra í Hafnarfirði.
Kaupfélag Hafnfiröinga (KfH)
var stofnað árið 1945 og rak þá
þrjár verslanir í Hafnarfirði. Frá ár-
inu 1947 til 1976 gegndi Ragnar
Pétursson stöðu kaupfélagsstjóra
en þá tók Bogi Þórðarson við og
gegndi starfinu fram á síðasta ár er
Örn Ingólfsson settist í kaupfé-
lagsstjórasætiö.
Árið 1955 opnaði KfH eina fyrstu
kjörbúð landsins við Strandgötuna
og á næstu árum var ráöist í frekari
byggingaframkvæmdir á þeirri lóð
og þar eru nú aðalstöðvar kaupfé-
lagsins. Þá má nefna að árið 1963
hóf KfH rekstur kjörbíla en það var
alger nýjung hérlendis á þeim
tíma.
Nú rekur kaupfélagið 5 versl-
anir, þar af þrjár matvöruverslanir í
örn Ingólfsson, kaupfélagsstjóri,
ásamt samstarfsfólki.
Hafnarfirði og Garðabæ.
I Norðurbænum, eöa við Mið-
vang, rekur KfH eina af matvöru-
verslunum sínum en þar er nú
verið aó reisa stórt verslunarhús á
einni hæð þar sem verða mun
vörumarkaður. Ráðgert er aö taka
húsið í notkun næsta sumar.
FV innti Örn Ingólfsson eftir því
hvernig rekstur kaupfélagsins
hefði gengið.
„Reksturinn gekk erfiðlega á
síðasta ári og kom það aðallega til
af rekstrarerfiðleikum undanfar-