Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 3
frjá/s
verz/un
12. tbl. 1979
Sérrit um efnahags-, viðskipta-
og atvinnumál.
Stofnað 1939.
Útgefandi Frjálst framtak hf.
FRAMKVÆMDASTJÖRI:
Jóhann Briem.
RITSTJÓRI:
Markús örn Antonsson.
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
Pétur J. Eiríksson.
FRAMLEIÐSLUSTJÓRI:
Ingvar Hallsteinsson.
BLAÐAMENN:
Sigurður Sigurðarson.
Tómas Þór Tómasson.
AUGLÝSINGADEILD:
Linda Hreggviðsdóttir.
Guðný Árnadóttir.
LJÓSMYNDIR:
Lottur Ásgeirsson.
ÚTLITSHÖNNUN:
Birgir Andrésson.
SKRIFSTOFUSTJÓRN:
Anna Kristín Traustadóttir.
Anna Lísa Sigurjónsdóttir.
Martha Eiríksdóttir.
Tímaritið er gefið út í samvinnu
við samtök verzlunar- og
athafnamanna.
Skrifstofa og afgreiðsla:
Ármúla 18.
Símar 82300 — 82302.
Auglýsingasími: 82440.
SETNING OG PRENTUN:
Prentstofa
G. Benediktssonar.
BÓKBAND:
Félagsbókbandið hf.
LITGREINING Á KÁPU:
Korpus hf.
PRENTUNÁKÁPU:
Prenttækni hf.
öll réttindi áskilin varðandi efni
og myndir
FRJÁLS VERZLUN er ekki ríkis-
styrkt blaö.
Til lesenda...
Nú er enn á ný hafin barátta forráðamanna Rikis-
útvarpsins fyrir hækkun afnotagjalda útvarps og
sjðnvarps. Þessi barátta er orðin árviss viðburður
og verður vart annað sagt en að útvarpið hafi fulla
samúð flestra í þessu baráttumáli sínu. A þvi leik-
ur vart nokkur vafi að afnotagjöldin hafa ekki
fylgt öðru verðlagi, en hafa orðið fðrnalamb skamm-
tima sjönarmiða stjðrnvalda. trtvarpið á að sjálf-
sögðu að geta sett upp það verð fyrir þjðnustu
sina, sem er i samræmi við tekjuþörf og það sem not-
endur hennar vilja borga fyrir þessa þjðnustu.
Enginn getur betur fundið hvert þetta verð má vera
en þeir sem stjörna innheimtu útvarpsins.
Það hefur þó veikt aðstöðu þeirra útvarpsmanna til
kröfugerðar hversu linir þeir hafa verið i verð-
lagningu auglýsinga i sjónvarpi. Nú er svo komið
að sjónvarpið er ódýrasti auglýsingafjölmiðillinn,
jafnvel ódýrari en útvarpið sjálft, sé miðað við
tímalengd. Enda er svo kcmið að flóð sjónvarps-
auglýsinga er orðið þvílíkt að öllum þorra fólks
ofbýður. Greinilega hefur stefna Rikisútvarpsins
verið sú, að halda auglýsingaverði sjónvarps niðri
til að ná til sin mestum hluta markaðarins og
bjóða blöðum þannig birginn. Reynslan hefur þó
orðið sú, að blöðin hafa haldið sinu, en sjónvarp-
ið hefur setið eftir með lægri tekjur, lélega
dagskrá og svo lítið auglýsingagildi, að aðeins
hið lága verð getur réttlætt auglýsingabirtingu þar.
3