Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 44
„Listin verður að fá sinn sjens, þó að hún
sé ekki arðbær að sama skapi”
Hljómplötuiðnaður er tiltölulega ný grein hérlendis.
Margir eru þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að flokka
hljómplötuútgáfu undir iðngreinar en þannig er það nú
samt. Það er þó síður en svo ný bóla að íslenskar hljóm-
plötur líti dagsins Ijós en á síðustu árum hefur mikill fjör-
kippur færst í innlenda hljómplötuútgáfu. Þannig hefur
iðnin skapað sér alveg nýjan sess miðað við það sem áður
var, og aldrei hafa verið gefnar út jafnmargar plötur og
einmitt nú um þessar mundir. Eitt fyrirtækjanna í þessari
grein er Hljómplötuútgáfan.
Frjáls Verzlun heimsótti höfuð-
stöðvar fyrirtækisins, að Lauga-
vegi 33 í Reykjavík, og spjallaði við
Jón um „bransann".
FV: Hver er saga Hljómplötuút-
gáfunnar í stuttu máli?
Jón: Hún er stutt í sjálfu sér.
Fyrirtækið var stofnað árið 1975
og síðan höfum við gefið út einar
26 hljómplötur. Þær hafa selst
misjafnlega eins og gengur en
þær sem best hafa gengið voru
fyrsta plata Brunaliðsins; Ég er á
leiðinni, og plata Vilhjálms Vil-
hjálmssonar; Hana nú. Síöan
kemur þessi venjulegi frasi; að
fyrirtækið hefur stækkað og
dafnað.
FV: Hvað eru annars gefnar út
margar hljómplötur hérlendis ár-
lega?
Jón: Á síðasta ári voru gefnir út
um 40 titlar og ég tel að það verði
svipað í ár. Aftur á móti seljast um
100 þúsund eintök af innlendum
plötum árlega.
Mismikill kostnaður við
gerð hverrar plötu
FV: Hver er kostnaður við gerð
hverrar hljómplötu?
Jón: Hann ér mjög mismun-
andi. Stærsti kostnaðarliðurinn er
,,stúdíó“-tíminn. Hver klukkustund
í upptökunni kostar nú 35 þúsund
krónur og yfirleitt eru notaðir
150—250 tímar við gerð hverrar
plötu. Síðan kemur þóknun til
hljómlistarmanna sem er mjög
mismikil. Listamennirnir sjálfir fá
ágóðahlut sem ákveðinn er í
samningum en síðan höfum við
starfandi hljómlistarmenn hjá okk-
ur sem aðstoða við gerð platnanna
og þeir eru yfirleitt á föstum laun-
um. Þá borgum viö höfundarlaun
og þar fyrir utan eru fjöldamargir
kostnaðarliðir sem of langt mál er
að telja upp hér. En launaliðir
hverskonar til listamanna eru um
40% af veltu Hljómplötuútgáfunn-
ar.
FV: Eru hljómplötur dýrar í dag?
Jón: Ég tel, þvert á móti, að þær
séu of ódýrar. í dag kostar reyndar
stykkið 8750 krónur og þykir víst
mörgum nóg um og ég skil það
mæta vel. En þegar litið er t.a.m. á
það að þegar Trúbrot gaf út sínar
plötur fyrir áratug eða svo, þá
þurftu þeir aðeins að selja um
1500 eintök til að standa undir
Rætt við Jón Ólafsson
forstjóra Hljómplötu-
útgáfunnar h.f., sem
hefur gefið út 26
hljómplötur.
kostnaði en nú þurfum við að selja
5000 eintök til að platan standi
undir sér. Þetta hefur tekist hjá
okkur í flestum tilfellum og meðal-
sala á hljómplötu í fyrra var um
5500 eintök.
Stefnum að því að öll
vinna fari fram hérlendis
FV: Hvernig er aðstaða til
hljómplötugerðar hérlendis?
Jón: Við höfum ágætis upp-
töku-,,stúdío“ þar sem Hljóðriti í
Hafnarfirði er, og þar er aðstaðan
stöðugt að batna. Við erum hlut-
hafar í fyrirtækinu Hljóðrita ásamt
fleirum. Aftur á móti höfum við
fram að þessu þurft að senda
upptökurnar utan í skurð og
pressun (mótun plötunnar af
bandi) en nú höfum viö ásamt fleiri
aðilum fest kaup á nauðsynlegum
tækjum til að færa þessi verk inn í
landið. Þegar svo verður komið
verður vinnsla platnanna alger-
lega framkvæmd hérlendis.
FV: Segjum að einhver aðili
vilji gefa út plötu. Hvað á hann að
gera?
Jón: Ef einhver hefur áhuga á
slíku þá hefur hann sennilega ein-
hver lög á takteinum. Sá hinn sami
skal þá taka lögin upp á band
(snældu) og senda okkur ásamt
nafni og símanúmeri. Við erum
alltaf að fá svona bönd annað
slagið og annað hvort færðu
bandið til baka eða það er hringt til
þín. Ef af verður að ákveðið er að
gera plötu þá gerum við, Hljóm-
plötuútgáfan og listamaðurinn
samning sem unnið er eftir.
FV: Hvers konar samning?
Jón: j þessum samningi er sett
uþp ákveðið form, sem síðan er
unnið og starfað eftir. Það er erfitt
að lýsa þessum samningum því að
þeir eru svo ólíkir hver öörum. En
ef við höldum áfram með plötuna
þá er næst að ráða upptökustjóra
en hann stjórnar upptökunni og
vinnunni í stúdíóinu og sér alger-
lega um plötuna að öðru leyti.
Síðan er platan tilbúin og sett í
sölu ef allt fer vel.
Vandamálin eru mörg
FV: Hver eru helstu vandamál
greinarinnar?
44