Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 50
Mannfjöldi skv. ÞJóðskrá 1. des. 1978:
Reykjavík: 83.376 Reykjaneskjördæmi 48.952 Hafnarfirði Garðabæ 12.122 4.520
Heildarvelta versl. 1978 í mill). kr. 618 = Kjöt, nýlenduv. mjólk 621 = Vefnaðarvara 629 = Blönduð verslun ^ Reykjavík 24.138.- - 10.442,- 6.315.- Reykjanesumd. 7.628,- 1.204,- 3.495,-
Samtals 40.895,- 12.327,-
Versl. á íbúa 1978 í kr.:
618 = Kjöt, nýlenduvara, mjólk. 621 = Vefnaðarvara 629 = Blönduð verslun 490.489,- 251.818.-
inna ára og eins af því að við vor-
um með of smáar verslanir. Þaö er
alkunna að hverfaverslanir eiga
mjög erfitt uppdráttar og ein
ástæða þess er sú hvernig staðið
er að álagningu landbúnaðarvara.
10—50% af vörum slíkra verslana
eru landbúnaðarvörur en álagning
á þeim er svo lág að þær eru seldar
langt undir dreifingarkostnaði. Þá
er aðstöðukostnaður við landbún-
aðarvörur mjög hár. Aftur á móti er
álagning á nýlenduvörum mun
hærri, þrátt fyrir að bæði dreif-
ingar- og aðstöðukostnaður við
þærsé mun lægri. Þessum málum
er t.a.m. öfugt farið í Danmörku og
þannig á þetta að sjálfsögðu að
vera.
— Reksturinn hefur gengið
mun betur nú í ár og við vonum að
þar verði framhald á. Við erum í
sókn í sölu og þar hefur aukningin
verið þó nokkuð yfir veröbólgu. Ég
skal ekki segja til um hvort hér sé
um aö ræða meiri hlutdeild í
markaðinum hér í bænum eða
hvort við höfum orðið ofan á
gagnvart höfuöborginni. Viö erum
þannig komin út úr mesta
greiðsluvandanum en allt getur
gerst enn og við verðum að muna
að lofa skal mey að morgni.
— I þessu sambandi langar mig
til að koma því að, að Hafnfirðing-
ar og aðrir Reyknesingar versla
mjög mikið í Reykjavík og það er
ekkert launungarmál að á meðan
svo er þá veröa bæjarfélögin af
miklum tekjum í formi skatta. Þetta
kemur skýrt fram á meðfylgjandi
töflu", sagði Örn að lokum.
Bókabúð Olivers Steins og Skuggsjá
— eitt og sama fyrirtækið
Árið 1957 keypti Oliver Steinr
bókabúð við Strandgötu 39 af
Valdimar Long, sem um áratugi
hafði starfað sem bóksali í
Hafnarfirði og opnaði ,,nýja“
bókabúð á sama stað: Bókabúð
Olivers Steins. Oliver, sem áður
hafði veriö verslunarstjóri hjá ísa-
fold og afreksmaður í frjálsum
íþróttum, stofnaði einnig bókafor-
lag á sama tíma, er hlaut nafnið
Skuggsjá, og hóf að gefa út
bækur. Bókabúðin gekk illa fyrstu
árin og var hún rekin með bullandi
tapi, fyrstu tvö árin. En forlagið
gekk þeim mun betur og því
bjargaöist reksturinn fyrir horn.
Árið 1967 flutti fyrirtækið sig
síðan um set í númer 31 við sömu
götu.
„Ég tel mig hafa hér alveg
þokkalegt fyrirtæki og það er hægt
að lifa af því þokkalegu lífi með
„Þetta er þokkalegt fyrirtækr,
segir Oliver Steinn um bókabúð sfna.
50
mikilli vinnu. Það er mjög gott að
vera hér í Firðinum en nálægöin
við höfuðborgina er okkar höfuð-
verkur. Við eigum í haröri sam-
keppni við Reykjavík en ég hef
tekið eftir því aö ef fólk kemur hér
einu sinni þá sér maöur þaö aftur,"
sagði Oliver Steinn.
Eðlilega var mikið um að vera í
bókabúðinni er okkur bar aö garði
í miðjum jólamánuðinum. Mikið
var verslaö í bókabúöinni, svo
mikið að tvöfalda og jafnvel þre-
falda varð starfskraftinn en aö
jafnaði starfa 6 manns í fyrirtæk-
inu. Oliver sjálfur sat við símann
og hafði varla undan-að taka viö
bókapöntunum fyrir hönd forlags-
ins. FV tók því þann kostinn að
hætta frekari truflunum og læðast
út og láta sem minnst á sér bera í
öllum hasarnum.
; §• » i
<imw ’it-.
jjjj