Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 23
þeim „stærstu ”?
„Það sem ef til vill er erfiðast í
þessum áætlunum okkar er að fá
iðnaðarmenn til vinnu, einkum þó
stálsmiði. Einn stálsmiöur í vinnu
þýöir venjulega að við getum ráðið
rafvirkja, trésmið, vélvirkja og
verkamann ásamt honum. Við
höfum því orðið að láta smíöa
ýmsa hluta og heilu skrokkana
annars staðar," sagði Gunnar.
Hann kvað skipaviðgerðir í
stöðinni sífellt aukast, en nýsmíðar
hafa tiltölulega dregizt saman.
Árið 1978 kom vel út hjá Slipp-
stöðinni. Velta fyrirtækisins var á
4. milljarð króna. Gunnar kvað
erfitt að gera sér grein fyrir ná-
kvæmum ágóða fyrirtækisins, en
500 milljónir hefðu verið lagðar í
varasjóð og hluthöfum greiddur
10% arður.
Verkefni næsta árs hafa verið
tryggð og kvað Gunnar útlit fyrir
mikla athafnasemi í Slippstöðinni
árið 1980. Búið er að semja um
smíði á tveimur litlum togurum
samkvæmt teikningum og hönnun
þeirra Slippstöðvarmanna fyrir
Skagstrendinga og Húsvíkinga.
„Við erum þjónustuaðili,
en ekki einokunarhringur”
Erlendur Einarsson
forstjóri SÍS í 25 ár
„Ég svara því algjörlega neit-
andi að Sambandið sé einhvers
konar auðhringur í íslenzku þjóð-
félagi", sagði Erlendur Einarsson,
forstjóri SÍS í stuttu samtali við
Frjálsa verslun. Erlendur hefur
stjórnað stærsta fyrirtæki landsins
í aldarfjórðung nú um áramótin, en
hann tók við starfi af Vilhjálmi Þór
um áramótin 1955 og hafði áður
verið forstjóri Samvinnutrygginga.
„Auðvitað hef ég heyrt þær
raddir, sem telja okkur vera of
víða. Hvað má SÍS eiginlega vera
lítið til aö þessar raddir heyrist
ekki? Mér er spurn. Þetta á ekki við
nokkur rök að styðjast. Hér er fyr-
irtæki fólksins í byggðum landsins
og komið til af nauðsyn. Við erum
þjónustuaðili við þetta fólk og ætl-
um okkur ekki annað hlutverk".
Erlendur Einarsson kvað sjáv-
arafuröadeild langumfangmestu
starfsemi Sambandsins. Fyrstu 9
mánuði þessa árs var velta SÍS
70.4 milljarðar og hafði hækkað
um 60% miðað við fyrstu 9 mánuði
ársins 1978. Erlendur kvað hlut
SÍS í fiskiðnaði fara vaxandi. Velta
sjávarafurðadeildar var um 20
milljarðar þessa fyrrgreindu mán-
uði. Næstar koma innflutnings-
deild og búvörudeild og eru nokk-
uð til jafn stórar.
„Ég tel að mikið sé enn ógert í
að bæta verzlunina í landinu og
held að það sé nú brýnasta verk-
efnið. Þar er mikið átak framundan
hjá SÍS. Þróun verzlunar í dreif-
býlinu er sú að forsenda fyrir henni
er í raun algerlega brostin".
FV spurði Erlend um hvað for-
stjóri stærsta fyrirtækis lands-
manna þægi í laun.
„Hjá okkur Samvinnumönnum
eru engin launungarmál um það
fremur en annað. Varðandi laun er
tekið miö af launum bankastjóra
Seölabankans. Að auki á ég sæti í
stjórnum ýmissa fyrirtækja, sem
Sambandið á aðild að og þigg þar
einnig nokkur laun", sagði Er-
lendur að lokum.
23