Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 9
Jón Karl Ólafsson tók við störfum sem sveit- arstjóri Miðneshrepps hinn 1. október s.l. Jón er fæddur á Seltjarnarnesi 1935 og lauk verslunarprófi frá Verslunarskólanum í Reykja- vík. Hann stundaði um skeið verslunarstörf í Reykjavík, rak m.a. verslunina Gluggatjöld hf. í sumar réðst hann síðan til starfa á skrifstofu Miöneshrepps og þegar fyrrverandi sveitar- stjóri, Alfreö Alfreðsson, lét af störfum var Jón Karl ráðinn. [ Sandgerði er mikiö um að vera um þessar mundir að sögn Jóns Karls. Það er byggt mikiö, veriö er að taka í notkun nýtt íþróttahús og fleira má telja. Þaðan eru geröir út þrír togarar auk nokkurra minni báta. Jón Karl er kvæntur Hönnu Bachman og eiga þau tvær dætur. Óli Tynes hefur verið ráðinn ritstjóri Fólks, nýja vikublaðsins sem Frjálst framtak gefur út, og tók við starfinu 1. desember. Óli Tynes er fæddur 23. desember 1944. Hann hóf störf sem blaðamaður á Vísi árið 1963 og hefur síðan verið á Alþýðublaðinu, Morg- unblaðinu og loks Vísi aftur. Hann var spurður hvernig honum þætti að vera nú kominn á enn eitt blaðið. ,,Mér líst bara vel á það. Ég held aö það sé mjög nauðsynlegt fyrir blaðamenn að skipta um umhverfi og vinnustað á nokkurra ára fresti. Annars er hætta á að við stöönum í starfinu. Ég held að Fólk geti orðið ágætt blað, þótt ég verði að segja að undirbúningstíminn var alltof stuttur. Sérstaklega var það útlitið sem vafðist fyrir okkur í byrjun. En það eru alltaf einhverjir byrjunarörðugleikar, sama hvað menn eru að gera, og við verðum ekki lengi aö ná okkur á strik.“ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.