Frjáls verslun - 01.12.1979, Síða 9
Jón Karl Ólafsson tók við störfum sem sveit-
arstjóri Miðneshrepps hinn 1. október s.l.
Jón er fæddur á Seltjarnarnesi 1935 og lauk
verslunarprófi frá Verslunarskólanum í Reykja-
vík. Hann stundaði um skeið verslunarstörf í
Reykjavík, rak m.a. verslunina Gluggatjöld hf.
í sumar réðst hann síðan til starfa á skrifstofu
Miöneshrepps og þegar fyrrverandi sveitar-
stjóri, Alfreö Alfreðsson, lét af störfum var Jón
Karl ráðinn.
[ Sandgerði er mikiö um að vera um þessar
mundir að sögn Jóns Karls. Það er byggt mikiö,
veriö er að taka í notkun nýtt íþróttahús og
fleira má telja. Þaðan eru geröir út þrír togarar
auk nokkurra minni báta.
Jón Karl er kvæntur Hönnu Bachman og eiga
þau tvær dætur.
Óli Tynes hefur verið ráðinn ritstjóri Fólks,
nýja vikublaðsins sem Frjálst framtak gefur út,
og tók við starfinu 1. desember.
Óli Tynes er fæddur 23. desember 1944.
Hann hóf störf sem blaðamaður á Vísi árið 1963
og hefur síðan verið á Alþýðublaðinu, Morg-
unblaðinu og loks Vísi aftur.
Hann var spurður hvernig honum þætti að
vera nú kominn á enn eitt blaðið.
,,Mér líst bara vel á það. Ég held aö það sé
mjög nauðsynlegt fyrir blaðamenn að skipta
um umhverfi og vinnustað á nokkurra ára fresti.
Annars er hætta á að við stöönum í starfinu.
Ég held að Fólk geti orðið ágætt blað, þótt ég
verði að segja að undirbúningstíminn var alltof
stuttur. Sérstaklega var það útlitið sem vafðist
fyrir okkur í byrjun. En það eru alltaf einhverjir
byrjunarörðugleikar, sama hvað menn eru að
gera, og við verðum ekki lengi aö ná okkur á
strik.“
9