Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 46
I Jón: Þau eru fjöldamörg en aðalvandamálið er samt hið óstöðuga verðlag sem hérna ríkir. Við getum t.d. aldrei unnið eftir neinum áætlunum og þannig gerir maður sér ekki fulla grein fyrir því hvað platan til dæmis muni kosta á endanum. Við höfum enga stöðu hjá hinu opinbera, þó að við hefð- um reyndar vonað að afstaða þess yrði okkur frekar vilholl. En fyrsta verk fráfarandi ríkisstjórnar var að leggja ,,lúxus“-skatt á hljómplötur. Það má geta nærri að okkur er ekki mjög hlýtttil ríkisstjórnarinnar og ég fullyrði að hún hafi verið mjög „ómúsíkelsk". En þetta kemur þó til með að breytast þegar framleiðslan færist alfarið inn í landið. Staöan í dag er óljós FV: Hver er staða fyrirtækisins i dag? Jón: Hún er mjög óljós. Flest önnur innlend útgáfufyrirtæki hafa verið að draga saman seglin á síðustu og verstu tímum en við aftur á móti höfum stöðugt verið að auka við okkur. Til marks um þaö þá komum við jafnvel til með að gefa út fleiri plötur í ár en í fyrra. Þannig má segja að við keyrum blint áfram. Kannski erum við að gera hið rétta, kannski ekki. Tím- inn verður að skera úr um það. FV: Er mikil samkeppni meðal innlendra hljómplötuútgefenda? Jón: Þar sem mörg fyrirtæki starfa á sama sviði þar verður alltaf samkeppni. Samt sem áður er samstarf milli útgáfufyrirtækjanna mjög gott. Alþjóðamarkaður FV: Nú eruð þið ekki eingöngu með plötuútgáfu? Jón: Nei, við erum einnig með hljómleikahald og útvegun skemmtikrafta á dansleiki og þess háttar. Til dæmis vorum við með mikið af skemmtiatriðum á vöru- sýningunni sem haldin var í Laugardalshöllinni í haust. Þá hefur Hljómplötuútgáfan yfirtekið fegurðarsamkeppni íslands. FV: Stefnið þið eitthvað á al- þjóðamarkaðinn? Jón: Já, að sjálfsögðu. Ég fór snemma á árinu á heimsráðstefnu hljómplötuútgefenda í Frakklandi og kynnti þar þá listamenn sem eru á okkar snærum. Ég stefni einnig á að fara á samskonar ráð- stefnu áður en langt um líður og ætla þá að gera meira af kynning- arstarfsemi en ég gerði í Frakk- landi. Ég tel að flestallir listamenn hér heima eigi góða möguleika á að komast inn á erlenda markaði. „Vinnan er líf manns“ FV: Hverjar eru framtíðarsýn- irnar? Jón: Ég vil bara segja það að við erum bjartsýnir á framtíðina og vonum að skilningur stjórnvalda aukist. Fortíðin hefur kennt manni að þrauka. Það hefur verið mikill barningur oft á tíðum en það hefur samt veriö mjög gaman að standa í þessu því að maður hefur verið að vinna hálfgert brautryðjendastarf. Vinnan hefur eiginlega verið líf manns og maður lifir og hrærist í þessu. Maður getur ekki alltaf ver- ið að hugsa um að græða. Listin verður líka að fá sinn ,,sjéns“ þó að hún sé ekki kannski arðbær að sama skapi. Ég get nefnt sem dæmi að platan Börn og dagar var reglulega vönduð og góð plata. Hún seldist ékki mjög vel en ég tel að hún sé listaverk og ég er stoltur yfir því að hafa gefið hana út. Jón Ólafsson, hvítklæddur, í hópl vlna og samstarfsmanna á tónllstarsvlðlnu. Reyndar sýnlst hann vera að toga í skeggið á Gunnari Þórðarsyni, lagasmið, sem gert hefur hverja metsöluplötuna af annarri. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.