Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Qupperneq 38

Frjáls verslun - 01.12.1979, Qupperneq 38
ALÞÝDULEIKHUSID, LEIKHÚS HINS FRJÁLSA FRAMTAKS Eitt gleggsta dæmið um ágæti einkaframtaksins er rekstur hins svokallaða Alþýðuleikhúss. Leik- húsið settu nokkrir vinstri sinnaðir leikarar á laggirnar fyrir nokkrum árum, og þrátt fyrir ýmsa byrj- unarerfiðleika hefur vegur þess farið sívaxandi. Leikhúsið nýtur mjög lítillar opinberrar fyrir- greiðslu og tekjur þess eru svo til eingöngu af aðgöngumiðasöl- unni. „Við borgum ekki“. Undanfarið hefur Alþýðuleik- húsið sýnt gamanleikritið ,,Við borgum ekki, við borgum ekki“ á fjölum Austurbæjarbíós í Reykja- vík. Leikritið hefur notið mikilla vinsælda og yfirleitt er troðfullt hús á sýninguna jafnvel þótt hér sé um miðnætursýningar að ræða. Leikritið er ærslaleikur með rammpólitískum boðskap. i því segir frá tveimur bláfátækum verkamannahjónum á Ítalíu. Dag einn hækka matvörurnar heilmikið og konurnar neita að borga, því þær telja sig ekki hafa efni á að greiða uppsett verð fyrir vörurnar. Þær taka sér þá það bessaleyfi að borga fyrir matvörurnar það verð sem þær telja sanngjarnt og sum- ar borga ekki neitt en taka mat- vörurnar engu að síður. Uppreisn- in spyrst út. Járnbrautarverka- mennirnir fara í verkfall, því þeir eru óánægðir með það að þurfa að greiða fyrir ferðir sínar með járn- brautunum til og frá vinnustað. Verksmiðjuverkamennirnir mót- mæla lélegu fæði á vinnustað, éta það þó, en neita að borga fyrir það. Gamanið, umbúðir utan um áróðurinn. Rauði þráðurinn í verkinu er vonska Ijótu kapítalistanna, sem eiga búðirnar, íbúðarhúsin og járnbrautirnar og nota lögguna sem svipu á meinlausan almúg- ann. Leikritið er kommúnískur áróður. Gamalkunnri áróöursað- ferð er beitt. Att er saman tveimur persónum, sækjanda og verjanda þess, sem á er deilt. Heiðarlegur, einfaldur verkamaður, sem ekki má vamm sitt vita, og klókri konu hans, sem heldur því fram, að óhætt sé að ræna og rupla þessa Ijótu kapítalista, — þeir hafa hvort eð er sett lögin fyrir sig sjálfa. Sagan gengur síðan út á það, hvernig nágrannakonan og eigin- konan reyna að fela þýfið meðan löggan æðir úr einni íbúðinni í

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.