Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1980, Side 35

Frjáls verslun - 01.08.1980, Side 35
STARFSEMI Ráðgjafastarfsemi í fram- kvæmd Ofangreindir þættir eru aðeins þeir hlutar fyrirtækisins sem breyta skal en ekkert er sagt um það hvernig breytingunum skuli komiö á. Skipulagðar rannsóknir um þetta efni hafa leitt í Ijós að hægt er að koma breytingum á á eftirtalda þrjá vegu. 1. Að breyta þeim einstaklingum sem vinna í skipulagsheildun- um. 2. Að breyta skipulagsgerðum og kerfum. 3. Að breyta andrúmslofti og samskiptastíl innan skipulags- heildar. Þó að breytingarnar beinist að því að breyta einhverjum einum af þessum þremur ofangreindu þátt- um má það vera Ijóst að um sam- tímis notkun allra þeirra hlýtur að vera að ræða, þó með mismikilli áherslu. Rétt er að taka hvern þátt fyrir sig og skýra hann nánar svo að lesandinn átti sig á við hvað er átt. Augljósasta aðferöin við að koma breytingum á innan fyrir- tækja er að breyta þeim einstakl- ingum sem það skipa. Þessar breytingar geta beinst að hæfni þeirra til starfa, viðhorfum þeirra almennt, gildismati þeirra og hegðun innan fyrirtækisins. Hafa verður í huga að einstaklingurinn sem slíkur er ekki lokatakmarkið heldur er verið að auka virkni fyrirtækisins gegnum hann. Oft er auðvelt að ráða nýja starfsmenn sem búa yfir því sem sóst er eftir. Jafnframt er hugsanlegt að menn sem haldnir eru óæskilegum eiginleikum séu hvattir til þess að yfirgefa fyrirtækið. Endurmenntun og þjálfun þeirra einstaklinga sem fyrir hendi eru er oft langbesta og æskilegasta leiðin ef hún er fær. Þá eru einstaklingarnir þjálfaðir til þess að mæta þeim nýju kröfum sem til þeirra eru geröar í fyrir- tækinu. Þessi aðferð byggir fyrst og fremst á þeirri einföldu stað- reynd að fyrirtækið getur aldrei orðið betra en hæfni starfsmanna þess gefur til kynna. í öðru lagi geta breytingar beinst að því að breyta uppbyggingu fyrirtækisins og þeim vinnuað- ferðum sem tíðkast hafa og nú beinist athyglin ekki lengur að einstaklingunum sem slíkum held- ur sem heild sem byggir upp fyrir- tækið. Er hér einkum átt við upp- byggingareinkenni eins og hvort fyrirtæki er dreifstýrt eða miðstýrt, eða hvort breytingar beinast að rekstrareinkennum, þ.e. hvaða vinnuskipulag er fyrir hendi, eða þá við hvers konar frammistöðu- mat er stuðst svo eitthvaö sé nefnt. Þriðja tegundin „breytingar á andrúmslofti og samskiptastíl" (eða organization development) hefur átt miklum vinsældum að fagna erlendis nú á seinni árum. Hér átt við breytingar á því sem dags daglega er lýst meö oröum eins og ópersónulegur, kaldur, hraði, streita, íhaldssemi o.s.frv., það er að segja breytingar á þeim einkennum sem lýsa samskiptum manna innan fyrirtækis. Hvernig andrúmsloft og samskiptastíll inn- an fyrirtækis er getur ráðið úrslit- um um virkni þess og jafnvel til- veru, og þess vegna hefur mikið verið gert til þess að bæta þessa hlið mála í fyrirtækjum. Tengsl ráðgjafa og fyrirtækis Enn er eitt atriði sem ekki hefur verið minnst á, en það er hvernig ráðgjafinn nálgast verkefni sitt. Er hér átt við það atferlismynstur sem lýsir sambandi ráðgjafa og um- bjóðanda hans, og fer það eftir verkefnum hvaða atferlismynstur á best við. Læt ég því nægja að minnast á þá tegund sem vænleg- ust er til árangurs. í þessu tilviki leggur ráðgjafinn áherslu á allt fyrirtækjakerfið en ekki einstaka þætti þess eins og í öðrum atferlismynstrum. Aðal ein- kenni þessa sambands byggist á nánu samstarfi og gagnkvæmu trausti ráðgjafa og fyrirtækjakerfis. Ráðgjafinn stefnir að góðu sam- starfi viö starfsmenn fyrirtækisins því hann byggir á þátttöku ein- staklinganna í væntanlegum lausnum. Ráðgjafinn hvetur einnig einstaklingana til þess að leggja hönd á plóginn og að taka þátt í lausnum vandamála, því þeir eiga að búa við lausnirnar eftir að ráð- gjafinn er horfinn af sjónarsviðinu. Með þessari þátttöku verða þeir hæfari til að standa á eigin fótum. Þetta atferlismynstur veldur stundum vonbrigðum vegna þess að við ráðningu ráðgjafa eru gerðar miklar kröfur til hans sem sérfræðings og oft búist við því að hann leysi vandann líkt og töfra- maður. Því hafa forráðamenn fyrirtækja tilhneigingu til þess að líta á ráðgjafana eins og Robert Townsend segir í ,,Up the Organi- zation" í skilgreiningu sinni á þeim: ....They are people who borr- ow your watch to tell you what time it is and then walk off with it." Þegar ráðgjafanum hefur tekist að yfirvinna þetta vandamál, þá stendur hann mun betur aö vígi en ráðgjafar sem nota önnur atferlis- mynstur, því þar er alltaf sú hætta fyrir hendi að lausnum verði hafn- að. En þar sem ráðgjafinn leggur áherslu á að breytingar séu gerðar í samráði við starfsmenn viðkom- andi fyrirtækis þá er ekki eins mikil hætta á að lausnum hans verði hafnað. Þetta eru heldur ekki ein- ungis hans lausnir heldur bera starfsmenn fyrirtækisins líka vissa ábyrgð á þeim. Þannig eru þeir kannski búnir að samþykkja lausn áður en hún er orðin aö veruleika. Þetta gerir gæfumuninn á þessu og öðrum atferlismynstrum. Að lokum má draga saman þá þætti ráðgjafastarfsemi sem vikið hefur verið að, en þeir eru: Að hvaða þáttum fyrirtækis breyt- ingaviðleitni beinist; hvernig breytingum er komið á; og að lok- um var rætt um atferlismynstur ráðgjafans. 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.