Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1980, Page 38

Frjáls verslun - 01.08.1980, Page 38
SHARP-myndsegulbandstæki og sjónvarp. Tæki þessi kosta 1.5 milljónir í dag, en aðeins 600 þúsund frá framleiðenda. stöðugt með nýjungunum, ekki hvað síst í svokallaðri Digital- tækni. Þar er Laser-geislinn að leysa nálarnar af hólmi í plötuspil- aranum. Sagði Jón Þór að sú bylt- ing yrði gífurleg varðandi tón- gæði, reyndar meiri en með prent- uðum orðum verður lýst. Þannig verða sinfóníutónleikar líkast því að áheyrandinn sé í besta hljóm- leikasal og það á besta stað. Plötur þessar eru litlar um sig, og skrám- ur og annað sem vill gjarnan herja á plötur hafa ekki hið minnsta að segja á þessum plötum sem stöð- ugt halda hárfínum hljómgæðum. Jón Þór kvað það rétt að vissu marki að hljómtækjamarkaður í dag væri mettaður. Hinsvegar væri sala nokkuð stöðug og jöfn, árlega væru um 4000 heimili stofnuð, og ,,tækin“ þykja meðal þess nauð- synlegasta á hverju heimili. Oft er það líka svo að fólk vil kaupa vandaðra og betra en það hefur átt, eftirlætur börnum sínum gömlu hljómtækin og kaupir ný. Myndsegulbönd í tísku. Hinsvegar eru það myndsegul- bandstækin sem hvað mestan áhuga vekja í dag. Þau eru keypt af húsfélögum, skipshöfnum, fyrir- tækjum, íþróttafélögum og ein- staklingum líka, enda þótt þau kosti 1500 þús. krónur í verslun hér, en aðeins 600 þúsund við skipshlið á leið til landsins. Þess ber þó að gæta varðandi verðlagn- ingu á þessum tækjum að þau eru búin ýmsum tæknibrellum sem gera þau dýrari í innkaupi, og skemmtilegri fyrir viðskiptavinina. Má þar nefna svokallað 7-7-7 minni. Hægt er að stilla tækið 7 dögum fyrirfram á upptöku, á 7 prógrömm þar sem það á við, og á 7 rásum. Kemurþetta sérvel t. d. ef enginn er heima, en áhugi á að ná ákveðnu efni úr sjónvarpinu. Þá er sérstakur búnaður í tækinu til að finna ákveðið efni á augabragði. Fleira mætti telja þessu tæki til kosta en við látum hér staðar numið. Myndsegulbandstækin og sjón- varpstækin hjá Karnabæ eru frá SHARP í Japan. Það fyrirtæki framleiðir reyndar ótrúlega breiða ,,línu“ af rafeindatækjum, t. d. býður verslunin upp á reiknivélar, búðarkassa, vasatölvur, örbylgju- ofna og Ijósprentunarvélar. Jafn- vel er hægt að fá risastórar tölvur frá fyrirtækinu að ekki sé talað um heimilistölvur, sem trúlega verður næsta fjárfesting almennings á rafeindamarkaðnum. Pioneer framleiðir bókstaflega eingöngu tæki til að flytja fólki góða tónlist, hvort heldur er af hljómplötum eða segulböndum, heima í stofu eða í veitingahúsum, samkomuhúsum, að ekki sé talað um í bílnum. „Kröfuharðir viðskiptavinir“ „Viðskiptavinimir okkar í dag eru kröfuharðir," sagði Jón Þór, „hingað kemur fólk sem veit ná- kvæmlega hvað það vill. Sumir kaupa líka ótrúlega dýrt til að full- nægja þörf sinni fyrir fullkomnun í tónlistarflutningi. Tölvubyltingin hefur gert þetta fullkomið, og á næstu tíu árum á örtölvan eftir að gera þetta jafnvel enn betra. Þá mun jafnvel fínasti fiðlutónn hljóma nákvæmlega eins og í besta hljómleikasal. Það virðist allt ætla að breytast með digital-tækn- inni, allt frá míkrafóninum í upp- tökunni að hlustandanum sjálfum. Bjarni Stefánsson kvað Hljóm- tækjadeild Karnabæjar byggjast upp á þeim góðu samböndum, sem fyrirtækið hefur. Auk Pioneer og SHARP hefur verzlunin umboð fyrir Luxor, sænsk sjónvarpstæki. Þá er að geta Ortofon-nála og hljóðdósa, JBL hátalara, sem kunnir eru í upptökustúdíóum, og hjá útvarpi og sjónvarpi, TDK-seg- ulbandskasettur og spólur. „Þetta er harður bransi. Hér eru margir frískir og klárir menn í sam- keppni við okkur, og allt eru þetta góð umboð. Og viðskiptavinirnir gera miklar kröfur. Stundum finnst manni að fólk leggi of mikið fé í tæki, t. d. 800 þúsund í hljómtæki [ bíl. Þá hefur mér sem kaupmanni fundist að ég ætti að ráðleggja eitthvað ódýrara. En auðvitað þýð- ir það ekkert, fólk virðist ákveðið í að aðeins það besta sé við hæfi," sagði Bjarni Stefánsson að lokum. Sharp Color Camera Sharp's new portable color camera XC-35 is an easy-to* operate, compact color camera featuring unique single tube Tri-Electrode system. XC-35 í sambandi við myndsegulbandstækin opnast möguleikarnir á að 42 taka fjölskyldukvikmyndir með myndavél eins og þessari. Myndina er hægt að sýna á segulbandinu strax og töku er lokið.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.