Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1980, Síða 39

Frjáls verslun - 01.08.1980, Síða 39
skodun Baldur Guðlaugsson, héraðsdómslögmaður: Fjárskipti vegna hjónaskilnada Ritstjóri Frjálsrar verzlunar stakk upp á því við ofanritaðan, að hann ritaði greinarstúf um álitsmál sem upp geta komið þegar atvinnurekendur skilja við maka sinn, þ. e. álitsmál, sem snerta fyrirtækin. Mér vitanlega eru hjónaskilnaðir að vísu ekkert stærra vandamál hjá atvinnurekendum og athafna- mönnum en hjá öðrum þjóð- félagsþegnum og að sjálfsögðu gilda sömu lagareglur um fjár- skipti vegna skilnaðar hjá þeim og hjá öðrum. Hins vegar geta komið upp sérstök úrlausnarefni ef at- vinnufyrirtæki eða eignarhluti í slíkum fyrirtækjum eru meðal eigna bús hjóna sem eru að skilja. Helztu einkenni á fjár- málaskipan hjóna. Rifjum þá fyrst upp helztu ein- kenni á fjármálaskipan hjóna skv. lögum. 1. Hvort hjóna um sig hefur (með nokkrum takmörkunum þó) forræði á þeim eignum sem það á þegar hjúskapur stofn- ast eða eignast meðan hjú- skapur varir eða fjárfélag helzt. Sama gildir um arð af slíkum eignum eða verðmæti sem koma í þeirra stað. Þessi eignarhluti hvors um sig nefn- ist hjúskapareign þess. 2. Hvort hjóna um sig ber ábyrgð á sínum skuldum og á aðeins að svara til þeirra skuldbind- inga sem frá því sjálfu stafa, en ekki til skuldbindinga hins. Frá þessari meginreglu eru þó ýmis frávik. Þótt hjúskapareignartilhögun- in sé hin almenna skipan skv. hjúskaparlögum geta ýmsar eignir orðið séreign annars hjóna, bæði á grundvelli kaup- mála milli hjónanna, skv. fyrir- mælum gefanda eða arfleið- anda eða vegna ákvæða í lögum. Við hjúskaparslit skiptist hjú- skapareign hvors hjóna um sig, eftir að tekið hefur verið frá til greiðslu skulda, til helminga milli þeirra beggja. Þótt önnur hjúskapareignin sé e. t. v. nei- kvæð, þ. e. skuldir séu hærri en eignir, á sá maki sem þannig stendur á um eftir sem áður tilkall til helmingshlutdeildar í hreinni hjúskapareign hins. Séreignum er hins vegar hald- ið utan skipta og fær hvorugur makinn hlutdeild í séreign hins við skilnað. Þó getur annað hjóna í undantekningartilfell- um átt kröfu i séreign hins, nokkurs konar bótakröfu. 43

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.