Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1980, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.08.1980, Qupperneq 47
Stútungur hf. í Hveragerði: Harðfiskbitar á erlendan markað Hveraorkuna má nýta til ýmissa hluta, hún er „olían“ okkar, ó- menguö orka. í Hveragerði er far- ið að nota heita vatnið til fleiri hluta en að rækta falleg blóm og runna. Fyrirtækið Stútungur hf. hefur á dagskrá framleiðslu á harðfiski og skreiðarverkun. Fyr- irtækið var stofnað í fyrra og gengur vel. Blaðamaður hitti fyrir þá Helga Þorsteinsson og Guðlaug Kristó- fersson, starfsmenn Stútungs hf., en hjá fyrirtækinu starfa yfirleitt 4-5 menn. Þeir nýta hveragufuna til að þurrka fiskinn og að þeirra sögn þykir sú þurrkun betri en önnur þurrkun, bragðið haldi sér betur og auk þess sé minni hætta á skemmdum á vörunni. Þá tekur vinnslan styttri tíma, eða aðeins viku. Fiskurinn berst þeim fra Þor- lákshöfn, Eyrarbakka, Reykjavík og víðar að. Skreiðin frá Stútungi er send á markað í Nigeríu, en önnur helsta framleiðsluvaran er harðfiskur í neytendapakkningum á innan- landsmarkað. með harðfisk, sem fer á Noregsmarkað. ,,Við erum farnir að þreifa fyrir okkur með útflutning á harðfiskn- um til Noregs. Þangað hafa þrjár sendingar farið, 3000 pund í einu, og líka vel að því er virðist,“ sagði Helgi Þorsteinsson framkvæmda- stjóri. „Þetta eru sérpakkningar 40 gramma þungar, bæði bitafiskur og eins flök, steinbítur og lúða.“ Hverageröi er blómabærinn Garðyrkja og ræktun í gróðurhúsum er sú atvinnugrein sem mest fer fyrir í Hveragerði. Hallgrímur Egilsson hefur rekið garðyrkjustöð sína í nær þrjátíu ár og einbeitir sér að ræktun á garðplöntum ýmis konar, rósum, rósarunnum, runnum og trjám, sumarblómum. Garðyrkjustöð Hallgríms heitir Grímsstaðir og þangað koma menn af öllu landinu til að kaupa trjáplöntur. Stöðin sendir líka vöru sína víða um landið. Hallgrímur kvað einsýnt að áhugi á garðrækt hefði aukist gífur- lega um land allt síðari árin og áratugina. Áberandi kvað hann að ræktun á hvers konar rósum í skrúðgörðum hefði aukist Skiptist sú ræktun í tvo flokka, runnarósir eða villirósir og hálfvilltar, og ágræddar rósir, bastarða eða kynblendingsrósir. Hefur þessi ræktun sýnt að hún gengur vel í íslensku veðurfari. Að sögn Þórðar Snæbjörnssonar oddvita Hveragerðishrepps hefur þróunin orðið sú meðal garðyrkjubænda í Hveragerði að þar er nú meira ræktað af blómum en grænmeti. í Hveragerði eru þrjátíu garðyrkjustöðvar, margt einyrkjabúskapur, en aðrar stærri og þá sumar með nokkra starfsmenn. Hafa gróðurhúsamenn með sér sölusamtök og í sumar höfðu þeir markað í félagsheimilinu sem gekk bærilega. 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.