Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Page 29

Frjáls verslun - 01.10.1980, Page 29
í tvennum tilgangi. Segja má aö hjá fyrirtækjum sé fundur eða ráöstefna utan vinnu- staöarins haldinn í tvennum til- gangi: Annars vegar er hinn ver- aldlegi tilgangur að upplýsa, skipt- ast á skoðunum, leysa vandamál eða launa starfsmönnum góðan árangur. Hins vegar er hinn and- legi tilgangur, sem felst í því að starfsfólki finnst það vera mikil- vægara ef óskað er eftir því á fund utan hversdagsumhverfisins. Með því er verið að segja: -,,Þetta er enginn rútínufundur, við væntum einhvers sérstaks af þér'. Það er einmitt mjög mikilvægt að þátttakendur í ráðstefnu séu vel undirbúnirog vel ,,mótíveraðir“ og sjái annan og meiri tilgang í henni en bara að komast burt frá vinn- unni í slark upp í sveit. Nákvæmur undirbúningur. Að undirbúa ráðstefnu er mikil ná- kvæmnisvinna. Að mörgu er að. hyggja, bæði stóru og smáu og eitt minniháttar atriði, sem gleymist getur dregið verulega úr árangri ráðstefnunnar. Sjálfsagt er að leita til aðila, sem vanir eru að halda fundi og ráðstefnur, svo sem Stjórnunarfélags íslands, og fá ráðleggingar og minnislista yfir öll þau stóru og smáu atriði, sem ekki mega gleymast. Staöurinn. Aðstaða til funda og ráðstefna hef- ur batnað mikið á undanförnum árum, bæði í Reykjavík og utan höfuðborgarinnar. í Reykjavík eru það fyrst og fremst stóru hótelin þrjú, Esja, Loftleiðirog Saga, sem henta vel til funda. Ágætir fundar- salir eru bæði á Sögu og Esju og fyrir þá sem koma utan af landi ér hentugt að búa á fundarstaðnum. Þægilegasta ráðstefnuhótelið er þó Hótel Loftleiðir, enda er það hreinlega byggt, sem ráðstefnu- hótel. Þar eru margir salir af öllum stærðum og fyrsta flokks tækja- búnaður. Fyrir utanborgarfólk, sem býr á Loftleiðum ætti sund- laugin og gufubaðið að hafa sér- stakt aðdráttarafl. En það er fleira en góð aðstaða, sem gerir Reykjavík að fýsilegum fundarstað fyrir utanborgarfólk, nefnilega verðið. Yfir vetrarmán- uðina sérstaklega er hægt að komast að ótrúlega góðum afslátt- arkjörum hjá Flugleiðum á flugi og gistingu, sé hvort tveggja keypt í einum pakka. Má heita að hægt sé að fá flugfar og hótelherbergi á hálfvirði þess, sem það í raun ætti að kosta. Að auki veita Flugleiðir vetrarafslátt á bílum hjá Bílaleigu Loftleiða. Einnig er hægt að kom- ast að ágætis afsláttarkjörum yfir veturinn hjá hinum stærri bílaleig- um, eins og Bílaleigu Akureyrar. En afsláttarkjör Flugleiða gilda ekki einungis til Reykjavíkur held- ur einnig í gagnstæða átt. Úti á landi er einnig hægt að komast að Hótel Loftleiðir leggja mikla áherslu á góða aðstöðu til ráðstefnuhalds í aug- lýsingum stnum 29

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.