Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Síða 23

Frjáls verslun - 01.03.1982, Síða 23
Húsnæðismál Lóðir í miðbænum hafa þá sér- stöðu að vera í eigu einstaklinga og fyrirtækja, en ekki í eigu borg- arinnar eins og flestar lóðir í nýrri hverfum. Við uppbyggingu ann- arra borgarhluta hefur borgin því getað haft áhrif á uppbyggingar- hraða með því m.a. að leggja tímakvaðir á lóðir við úthlutun. í miðbænum gilda hins vegar önnur lögmál. Þar ráöa eigendur lóð- anna þvi hvort og hvenær þeir byggja. Margir hafa alls ekki bol- magn til að byggja á lóðum sínum, en lúra samt á þeim eins og ormar á gulli. Öörum finnst ekki fýsilegt að fara út í stórframkvæmdir nú, þegar allt er í óvissu með framtíð gamla miðbæjarins, t.d. er ekkert staðfest deiliskipulag til fyrir stór- an hluta miðbæjarins, enda þótt svo eigi að vera samkvæmt skipu- lagslögum. I erindi Guðmundar Arnalds- sonar, hagfræðings Ví, sem hann hélt á ráöstefnu Verslunarráðsins um miðbæinn 30. mars sl. kom fram, að síðan 1962 hafa 26 hús horfið af Kvosarsvæðinu svokall- aða. 10 ný hús hafa verið reist í þeirra staö, en 16 lóðir hafa verið nýttar undir bílastæði eða garða. Á sama tíma hefur fyrirtækjum í Kvosinni fækkað úr 360 í 300, eða um 16%. Ástæður þessarar þró- unar eru margvíslegar. Aðalá- stæðan er án efa hinn geysihái húsnæðiskostnaður í miðbænum, þ.e. í Kvosinni og við Laugaveg. Á þessu svæði er lóðamat sex til tí- falt lóðamat við Ægisíðu, á Högum og á Melum. Það gefur því auga leið að fasteignagjöld af eignum í miðbænum eru mjög há, hlutfallslega hærri eftir því sem lóðin er verr nýtt. Samkævmt því væri hagkvæmast fyrir eigendur lóða að byggja sem stærst hús á lóðum sínum svo lóðamat yrði hlutfallslega lítið miðað við fast- eignamat. En svo einfalt er nú málið ekki. Hér koma til sögunnar ýmis verndunarsjónarmið. Er því mjög haldið á loft að verðveita beri svipmót miðbæjarins og því fæst oft ekki leyfi til að ríf gömul og ó- hagkvæm hús, eða byggja háhýsi á lóðum, sem þegar eru auðar. Einnig hafa verið í gildi reglur sem skylda húsbyggjendur til að út- vega vissan fjölda bílastæða eftri stærð nýbyggingar. Ýmsir skattar og gjöld sem lögð eru á fasteigna- mat bitna einnig harðar á húseig- endum í miðbænum en annars staðar vegna hins háa fasteigna- mats þar. Er þar einkum um tvennt að ræða. Annars vegar hefur Reykjavíkurborg á síðustu árum nýtt sér heimild til aö hækka um 25% fasteignagjöld af húsnæði sem leigt er undir atvinnustarf- semi. Hins vegar hefur ríkið nú í fjögur ár lagt sérstakan „tíma- bundinn" eignarskatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Þessi skatt- ur er lagður á mest allt húsnæði i miðbænum og er nú 1,4% af fast- eignamati. Bifreiðaumferð Við gildistöku núgildandi aöal- skipulags árið 1962, áttu Reykvík- ingar 103 bifreiðar fyrir hverja 1000 íbúa. í aðalskipulaginu var gert ráð fyrir að bifreiðaeignin yrði um 330 bifreiðar á hverja 1.000 í- búa í lok skipulagstímabilsins. Þessi spá mun ekki rætast því 1. janúar 1981 áttu hverjir 1.000 Reykvíkingar 430 bifreiðar og virðist ekkert lát vera á aukning- unni. í aðalskipulaginu frá 1962 eru birtar tölur um umferð í miðbæn- um. Eru þær tölur niðurstöður umferöartalningar sem fram fór í desember 1960. Síðastliðið haust fór fram svipuð könnun og var hún unnin af Gunnari Inga Ragnars- syni, umferðarverkfræðingi. Erat- hyglisvert að bera saman umferð á nokkrum götum 1960 og svo nú. Með tilliti til íbúafjölgunar og aukningar bifreiðaeignar kemur það ekki á óvart að svokölluð að- komuumferð hefuraukist verulega á þessum 20 árum. Er þar átt við bílaumferö sem kemur irtn á mið- bæjarsvæðið. Mest hefur umferð- in aukist suður Kalkofnsveg frá Skúlagötu. Munar þar mikið um umferöina af Sætúni sem nú rennur saman við Skúlagötu. Á annasamasta klukkutímanum aka um 1.000 bifreiðar suður Kalk- ofnsveg, en 1960 var sambærileg tala um 450 bifreiðar. Þar hefur umferð því meira en tvöfaldast. Tryggvagata virðist hafa tekið við stærstum hluta þessarar aukningar. Um hana hefur umferö í báðar áttir aukist mjög mikið, eða um ca. 50% til jafnaðar. Aukningin er þó mun meiri í vesturátt frá Kalkofnsvegi og er sú akgrein nú talin fullnýtt á annatíma. Umferð um Bankastræti frá Laugavegi hefur því sem næst staðið í stað og er hámarksumferð á klukkustund þar 720 til 730 bílar, svipuð og hún var 1960. Umferð um Hafnarstræti hefur á þessum 20 árum aöeins aukist um ca. 10% og telja sérfræðingar að umferð um Hafnarstræti og fleiri göturgeti ekki aukist meir, þ.e. að þessar götur í núverandi mynd beri alls ekki meiri umferð. Bifreiðastæði Mikill skortur er á bifreiðastæð- um í miöbænum, bæði við Lauga- veg og þó sérstaklega í Kvosinni. Þar er þörfin fyrir bílastæöi annars eðlis en við Laugaveginn. Stafar það af því að í Kvosinni er meira um stórar stofnanir sem hafa fjöl- mennt starfslið og er því meiri þörf fyrir langtíma stæði án gjaldtöku. Gunnar I. Ragnarsson, verk- fræðingur, hefur nýverið gert út- tekt á bílastæðismálum í miðbæn- um. í viðtali við F.V. sagði hann að bifreiöastæði í Kvosinni væru um 1.000 talsins, þar af væru um 360 merkt einkastæði. um 340 almenn stæði með gjaldtöku og um 300 stæði væru almenn stæði án gjaldtöku. Þótt ekki nema brot af þeim þúsundum sem starfa í Kvosinni aki til vinnu, þá er Ijóst að 360 merkt bifreiðastæði duga skammt. 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.