Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Page 27

Frjáls verslun - 01.03.1982, Page 27
sagði Pétur Sveinbjarnar- son eigandi Asks þegar F.V. ræddi við hann. F.V. — En hvað er til úrbóta? — „Aðalvandamálið er skortur á bifreióastæðum, en það hefur í för með sér mjög hæga umferð og ólöglegar bifreiðastöður. Að mínu áliti er nauösynlegt aö gera eftir- farandi. í fyrsta lagi þarf að byrja á aó breyta núgildandi reglum um stöðumæla og rangstöðu öku- tækja. Einn aðili, Reykjavíkurborg, á að annast eftirlit með stöðu- mælum, rangstöðum og ,,zónum“. Borgin á að hafa allar tekjur af aukaleigugjöldum og sektum. Nýtt innheimtukerfi á að taka upp þar sem minnkuð er skriffinnska og framkvæmd gerð einföld t.d. með afslætti til þeirra sem greiða innan 24 klst. Tekjum sem inn koma á að verja óskiptum til byggingar bif- reiðageymsluhúsa. í öðru lagi á að byggja tvö bif- reiðageymsluhús strax, annað í Kvosinni, t.d. við Vesturgötu eða Tryggvagötu, og hitt við Hverfis- götu. Sé rétt staðið að hönnun, framkvæmd og rekstri munu slík hús geta staðið undir sér fjár- hagslega. i þriðja lagi á að setja upp ,,zón- ur“ í nærliggjandi götum þar sem ekki eru stööumælar, þ.e. gjald- frjáls stæði sem eru takmörkuð við ákveöinn tíma, jafnvel allt upp í fjárar klukkustundir. Standi bifreið afturá móti lenguren leyfilegt er, á að beita viðurlögum. í fjórða lagi á að reka ókeypis strætisvagnaleið sem hringleið Hlemmur—Lækjartorg eða á milli bílageymsluhúsa og jafnframt um Laugaveg og Hverfisgötu. Allt tal um bifreiðastæði í Vatnsmýri og strætisvagnaleið þaðan er óraun- hæft. Um lokun Laugavegar er það að segja, að það er stór að- gerð sem hefur gífurleg áhrif á alla umferö jafnt fótgangandi sem ak- andi, svo ekki sé minnst á þau áhrif sem slík lokun getur haft á allt við- skiptalíf og borgarbrag allan. Slík lokun kallar á margþættar hliðar- ráðstafanir, má þar nefna endur- skipulagningu alls umferóarkerfis miöborgarinnar, endurskipulagn- ingu á almenningsvagnakerfi, upphitaðar gangstéttir þvergatna að Laugavegi og jafnvel yfirbygg- ingu. Það síðastnefnda á mjög langt í land sem raunhæfur mögu- leiki. Vara verður alvarlega við öllu flani með erlendum reglustikuað- ferðum. Eitt mikilvægasta atriðið sem taka verður tillit til er veðrátt- an. Einnig verður að taka til end- urmats núverandi opnunartíma. Með því að loka Laugavegi og halda óbreyttum þjónustutíma þeirra fyrirtækja sem þar eru, er verið að gera Laugaveginn að gröf mestan hluta sólarhringsins. Einnig er rétt að minna á að á sama hátt og það er dýrt að leigja eöa eiga húsnæði við Laugaveg- inn á að kosta nokkuð meira að leigja þar (í stöðumæli), bifreiða- stæði þótt um stuttan tíma sé að ræða. Umferðar- og bílastæðamálin í Kvosinni og á Laugavegi eru síður en svo illleysanlegt vandamál. Mestur hluti þess vanda sem nú er við að glíma, er tilkominn vegna þess að málin hafa dregist ár eftir ár, mikið er talað og skrifað en ekkert framkvæmt," sagði Pétur Sveinbjarnarson að lokum. F.V. — Hvað vinna margir í aðal- bankanum og hvernig er bílastæða- málum þeirra háttað? — Alls tilheyra aðalbankanum um 250 starfsmenn og eru þeir á nokkrum stöðum hér í Kvosinni. Bankinn hefur aðeins örfá bif- reiðastæði til umráða hér og eru þau merkt bankastjórunum. Aðrir hafa lagt bílum sínum við Tjarnar- götu og sumir út með Kalkofns- vegi, en þarer nú að þrengjast um. F.V. — Áætlað hefur verið að ef byggt yrði bílageymsluhús á horni Kalkofnsvegar og Tryggvagötu myndi kostnaður á hvert stæði nema 6-7.000 kr. á ári, er þetta hærri upphæð en bankinn borgar í leigu nú þegarfyrir bílastæði? — Ég er nú ekki með það í höfðinu hvað við borgum fyrir þau stæði sem við leigjum, en mér finnst þessi tala sem þú nefndir vera heldur há, a.m.k. fyndist mér heldur mikið að greiða þetta á ári. F.V. — í Kvosinni eru nú um 15 mötuneyti, þar á meðal i Lands- bankanum. Sú tillaga hefur komið fram að leggja miður þessi mötu- neyti, en stofnanirnar verji þess í stað sömu upphæð til að greiða niður mat starfsmanna sinna á al- mennum matsölustöðum. Hvað finnst þér um þessa hugmynd? — Það fylgja því margir kostir bæði fyrir starfsfólk og bankann sjálfan að starfsfólkið þurfi ekki að fara út úr húsinu til að borða. T.d. er Vi klst. í matartíma hér, en það mundi líklega ekki nægja ef menn þyrftu að fara út til að borða. Enda er það svo hjá Landsbankanum að þar sem ekki er mötuneyti eða að- staða til að borða aðsendan mat, þar fá starfsmenn 1 klst. í matar- tíma. Ég held líka að fólk sé nokk- uð ánægt með það aö hafa nötu- neyti í húsinu því um 80—90% starfsmanna nota mötuneytið á hverjum degi. í fljótu bragði tel ég ekki ástæðu til að breyta núver- andi fyrirkomulagi, nema þá ef starfsfólkið setti fram ákveðna kröfu um það, t.d. í kjarasamning- um, en ég tel harla litlar líkur til þess. Jóhann Agústsson, afgreiöslustjóri Landsbankans: „Bankinn með örfá stæði — öll merkt bankastjórum” 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.