Frjáls verslun - 01.03.1982, Page 38
verslun
Verzlunarkönnun í Reykjavík 1982
Markaðssvið sex stórverzlana nær yfir
allt höfuðborgarsvæðið auk utanbæjarviðskipta
Verzlun í stórverzlunum
er að aukast
miðað við eldri kannanir
Milli 60 og 100 þúsund manns
versla í sex stórverslunum í
Reykjavík og Kópavogi í hverri
viku að jafnaði. Kom þetta fram í
könnun, sem gerð var við við-
komandi verslanir þrjá daga um
miðjan september í fyrra. Þessar
umræddu stórverslanir eru: Aust-
urver, Glæsibær, Hagkaup, J.L.
húsið, stórmarkaður KRON í
Kópavogi og Vörumarkaðurinn.
Viðskiptavinir, sem leiö áttu í
verslanirnar síðdegis miðvikudag-
inn 16. sept. og föstudaginn 18.
voru spurðir vissra spurninga í
tengslum við heildarathugun, sem
gerð var á verslun í Reykjavík 1981
á vegum Borgarskipulags Reykja-
víkur. Landafræðingarnirdr. Bjarni
Reynarsson og Valtýr Sigurbjarn-
arson unnu ítarlega greinargerð
um könnunina og var hún birt fyrir
nokkru.
Það kom fram í svörum þeirra
rúmlega eitt þúsund manns, sem
svöruðu sþurningum, að þeirtöldu
sig að meðaltali kaupa um 40% af
matvörum sínum í viðkomandi
stórverslun. Rúmur helmingur aö-
spuröra verslar í stórverslun einu
sinni í viku eða oftar. Aðrar helstu
38