Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.03.1982, Blaðsíða 63
Kjarngóður hversdagsmatur á hóflegu verði á sumarmatseðli 26 veitingastaða „Veitingahúsarekstur í Reykja- vík og nágrenni er mjög gott dæmi um áhrifin af frjálsri samkeppni," sagði Hólmfríður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa í samtali við blaðið. „Síðan 1976 hefur verðlag á mat á veitingahúsum ekki verið háð verðlagsákvæðum en áður hækkuðu veitingamenn verðið yfirleitt um 5—10% á línuna, þeg- ar heimildir fengust til hækkana. Nú horfir þetta öðruvísi við: Verð- samkeppni í dag er mjög mikil og að mínu mati er verðið í sumum tilfellum undir þeim mörkum að það geti gengið til lengdar," sagði Hólmfríður ennfremur. Hólmfríöur taldi að verðsam- keppni ætti einnig að gæta hjá veitinga- og skemmtistöðum varð- andi verðlagningu á áfengi og aðgöngumiðum. Hún lét líka í Ijós þá skoðun, að markaður væri ofmettaöur í matsölu- og skemmtistaðarekstri í Reykjavík, þó að fjölgun veitingastaða væri vissulega skemmtileg þróun og í takt við tímann, þar sem fólk vill tilbreytingu og þarf að geta komist út af heimilinu til að borða við og við með breyttum heimilisvenjum. ,,En þessir nýju staðir lifa ekki á tveim kvöldum í viku," sagöi Hólmfríður. „Framtíð þeirra bygg- ist á því að viðskiptin dreifist meira á alla vikuna og að gestir komi aftur og aftur en ekki bara 4—6 fyrstu mánuðina, sem nýr staður starfar. Reynslutíminn fyrir nýjan veitingastað er upp undir hálft ár." Nokkur ný gistihús úti á landi Staðan í gistihúsarekstri er þokkaleg að sögn Hólmfríðar. Að vísu hafði nokkuð borið á afpönt- unum vegna frétta, sem spurst höfðu til útlanda um yfirvofandi verkföll hér á landi. Gistihúsin lifa á viðskiptum sem gerð eru á 2'h til þrem mánuðum yfir hásumarið og ef öllu er lokað og vinna lögð niður á þeim tíma er ekkert nema svart- nætti framundan. Ef vel gengur um mitt sumar segir hins vegar herbergjaskortur vfða til sín. Þetta á ekki síst við um Reykjavík, þar sem ekkert hefur bæst við af gisti- rými síðan 1972 að undanskildum 32 herbergjum á Hótel Heklu. Eftir tvö ár mun Hótel Saga taka í notk- un 200 herbergja viðbót. Úti á landi hefur mest munað um viðbót viö Hótel Borgarnes, úr 19 her- bergjum í 36. Þá var fyrir nokkrum árum tekið í notkun nýtt hótel í Stykkishólmi með 26 herbergjum og á ísafirði er splunkunýtt hótel með 33 herbergjum, sem öll verða komin í gagnið í sumar. Fyrir nokkrum vikum bættust við 18 tveggjamanna herbergi á Hótel Reynihlíð við Mývatn í nýrri álmu þannig að herbergi þar eru nú 44 að tölu. Þá má ekki gleyma Vala- skjálf á Egilsstöðum, þar sem nú hafa verið opnuð 13 herbergi en auk þess eru 24 herbergi í heima- vist menntaskólans á staðnum, sem Valaskálf nýtir á sumrin. Óskildir aðilar sjái um hótelrekstur og hópferðir Aðspurð um gagnrýni gistihúsa- eigenda á starfsemi Eddu-hólela Ferðaskrifstofu ríkisins svaraði Hólmfríður því til, að í sjálfu sér væri eðlilegt og nauðsynlegt að nýta heimavistarskóla fyrir gisti- húsastarfsemi yfir sumarmánuð- ina, þar sem ferðamálunum væri háttað eins og hér á landi með obbann af öllum gestakomum um mitt sumarið. Hins vegar heföu forráðamenn gistihúsanna í einkarekstri gagnrýnt það fyrir- komulag að Ferðaskrifstofa ríkis- ins, sem er mjög aðsópsmikii í innflutningi erlendra ferðamanna til Islands og í skipulagningu á ferðum þeirra um landið, væri látin sjá um rekstur þessara sumar- hótela. Fyndist mönnum eðlilegra að óskildir aðilar væru í þessu tvennu. Freistingin hjá Ferðaskrif- stofunni til að beina hinu erlenda ferðafólki á sín hótel í stað annarra væri örugglega mjög sterk. Á aðalfundi Sambands veitinga- og gistihúsa var rætt um reynslu veitingamannainnansambandsins af svokölluðum Sumarmatseðli, sem ýmsir félagsmenn höfðu á 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.