Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Side 78

Frjáls verslun - 01.03.1982, Side 78
HAGNYT VERSLUNAR- OG SKRIFSTOFUSTÖRF Litið inn hjá Námsflokkum Reykjavíkur í Laugalækjarskóla Námsflokkar Reykjavíkur starfrækja deild, þar sem kennd eru hagnýt verslunar- og skrifstofustörf. Þar er kennd: bókfærsla, enska, íslenska, tölvutækni, verslunarreikningur, vélritun o. fl. Til að kynnast deild þessari nánar, fór blm. FV niður í Laugalækjar- skóla og tók forstöðumann, nokkra nemendur og kennara tali. „Upplagt fyrir fólk sem fer út í smáatvinnurekstur“ Guðrún Halldórsdóttir, forstöðu- maður Námsflokka Reykjavíkur. - Hvernig stóð á því að hafin var kennsla í hagnýtum verslunar- og skrifstofustörfum? ,,Ég tók við stjórn Námsflokk- anna árið 1972. Þá ræddum við Jónas B. Jónsson, þáverandi fræðslustjóri um það í hvaða formi hægt væri að komastarfsnámi inn. Þá var mjög mikið um frístunda- nám án prófa. í samráðum við hann var þessi deild svo stofnuð. Hún hefur breyst mjög mikið síðan þá. Sem dæmi má nefna að fyrst var kennt á reiknistokk. Nú er kennd tölvuforritun." - Hvenær voru Námsflokkarnir stofnaðir? ,,Þeir voru stofnaðir árið 1939. Fyrstu árin voru karlmenn [ mikl- um meirihluta. Ætli þeir hafi ekki verið u. þ. b. 2/3 nemenda. Nú eru þeirinnan við 1/3. Þetta sýnirvissa þróun á vinnumarkaði. Nú ermikið af konum hjá okkur sem eru búnar að koma upp sínum börnum og vilja fara aftur út á vinnumarkað- inn. Svo er þetta líka upplagt fyrir fólk sem er að fara út í smáat- vinnurekstur." — Hvað er kennt hér auk versl- unar- og skrifstofustarfa? ,,Það eru ýmistungumál, handa- vinna, forskóli fyrir sjúkraliða og prófadeildirnar með grunnskóla- prófi o. fl. Þar fyrir utan eru mjög stór námskeið fyrir dagmömm- ur og Sóknarkonur, sem veita fræðslu, réttindi og 7-11% kaup- hækkun. Ég álít að öll verkalýðs- félög ófaglærðs fólks ættu að koma því í sína samninga að svona námskeið yrðu haldin fyrir félags- menn sína. Það myndi lyfta menn- ingarstaðli þjóðarinnar. Störf þeirra eru jú undirstaða þjóðar- búsins. Þá værum við eina landið í heiminum, sem veitti þetta. Við er- um nefnilega svo fá, að við getum það vel.“ — Hvaða munur er á Náms- flokkunum og venjulegum skóla? „Fullorðna fólkið kemur hingað fyrst og fremst til þess að læra og hefur fast markmið. Það er mjög ólíkt að kenna þeim eða ungling- um. Krakkar eyða allt of mikilli 74

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.