Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.03.1982, Blaðsíða 81
„Fullorðinskennsla nánast hvíld fyrir kennarann“ Þráinn Guðmundsson, skólastjóri Laugalækjarskóla og kennir ísl- ensku hjá Námsflokkum Reykja- víkur. - Ert þú búinn aö kenna lengi hjá Námsflokkunum? ,,Það eru nú upp undir 10 ár. Þetta er skemmtileg viðbót við ungl- ingakennsluna." - Ermikill munurþará? ,,Já, það er ekki hægt að segja annað. Fullorðinskennsla er nán- ast hvíld í kennslustofunni fyrir kennarann. Hér höfum við engin agavandamál, því fólkið kemur til þess að læra. Nú, ég er ekki bund- inn af námsskrá þannig að það er mikið af umræðum og ýmsu þess háttar." „Maður fer að "ota sellurnar aftur“ Anna Carlsdóttir, afgreiðslustúlka í Stjörnuskóbúðinni, húsmóðir og nemi. - Af hverju fórst þú í þetta nám? ,,Mig langaði til að fá breiðari sjóndeildarhring og skapa mér betri atvinnumöguleika. Kannski heldur maður áfram að læra. Hver veit hvar maður endar?" - Er námið erfiðaraen þú bjóst við? ,,Að nokkru leyti. Maður fer að nota sellurnar aftur. Þær hafa ver- ið of lengi í hvíldarstöðu." - Er langt síðan þú varst síðast í skóla? „Guð minn góður, það eru 17 ár síðan. Enda rauk úrméreftirfyrstu kvöldin. Það erfiðasta við þetta er að venjast svona löngum vinnu- degi. Frá 7:30 til 23:00 á kvöldin. Þetta er samt mjög skemmtilegt. Ég vil ráðleggja fleiri húsmæðrum að fara í svona nám. Þetta er bæði fróðlegt og skemmtilegt og svo kynnist maður fullt af skemmti- legu fólki." - Hvernig er það; bitnar þetta ekki áfjölskyldunni? ,,Að sjálfsögðu gerir það það, en þau hjálpa mér ofboðslega mikið. Þeim fannst það voða spennandi fyrst. Mamma að fara í skóla; æði. Það var móttökunefnd heima fyrsta kvöldið. Ég varð að gefa þeim skýrslu um það hvernig var hjá mér." - Hvað finnst þér skemmtileg- ast að læra? ,,Það er voða gaman í bókfærsl- unni og í tölvunni. Er það ekki framtíðin? - Hverjir sækja námið aðal- lega? „Það er mikið af húsmæðrum hér, svo og þeim sem hafa hrökkl- ast úr skóla t. d. eftir 8. bekk og vilja bæta við sig. Stundum eru það kærusturnar, sem senda strákana í nám. Svo hringja þær kannski í mann og spyrja hvernig þessi eða hinn standi sig eða hvernig hann mæti. Annars er þetta mjög merkileg starfsemi, sem fer hér fram. Fjölbreytni og aðsókn eykst jöfnum höndum og ég er viss um að Námsflokkarnir hafa hjálpað mörgum." - Er gaman að kenna fullorðn- um? „Já, það er það. Stundum koma konurnar með heimabakaðar kök- ur og þá verður mjög heimilislegt hjá okkur. Það hefur líka gerst að þær hafi komið í tíma í síðum kjólum og háhæluðum skóm. Þá hafa þær sjálfsagt verið að fara á árshátíð eða eitthvað því um líkt, en ekki tímt að sleppa kennslu- stundinni." „Að hagnýta sértölvur ogskilja betur annmarka þeirra“ Guðmundur Ragnar Guðmunds- son, sölumaður hjá Mikrois hf. og kennir tölvutækni hjá Námsflokk- um Reykjavíkur. - Nú kennir þú á byrjendanám- skeiði í tölvutækni; hvaða gagn er af því að læra á tölvu? - Tölva er tæki, sem má kenna að leysa ákveðin verkefni. Þar sem verð tölva hefur lækkað, samfara ör- tölvubyltingunni er nú hægt fyrir heimili að kaupa sér einföld tæki fyrir heimilisbókhaldið og margt fleira með einföldum forritum." - Hvað erforrit? „Það er röð skipana, sem hægt er að gefa tölvunni annaðhvort á 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.