Frjáls verslun - 01.03.1982, Page 85
Að lokum gátu þeir hinnar nýju
stöðu, sem komin er upp með til-
komu mikils fjölda sumarhúsa í
eigu stéttarfélaga hin síðari ár.
Þessi þróun hefur að þeirra mati
breytt almenna markaðnum veru-
lega í þá átt að bústaðir og lóðir
eru ekki eftirsótt nema á bestu
stöðum enda eru félagabústaðirn-
ir, sem flestir hafa nú aðgang að,
yfirleitt á fallegum stöðum.
En hvaða áhrif hefur þessi þró-
un á rekstur ýmissa byggingaað-
illa, sem undan farin ár hafa sér-
hæft sig í framleiðslu sumarbú-
staða?
Eftir það sem hér er að framan
sagt, kom það nokkuð á óvart að
heyra hvarvetna gott hljóð í þeim.
Ari Páll Stefánsson, í Stólpa á Sel-
fossi, sagði t.d. að þessa stundina
væri allt vitlaust að gera hjá þeim,
en Stólpi framleiðirsumarbústaði í
einingum og setur upp hvar sem er
á landinu. Að vísu var heldur ró-
legra í vor en búist hafði verið við,
en það skrifaði hann á óvissuá-
standið á vinnumarkaðnum þá, um
leið og línur skýróust þar, fór allt af
stað.
Framleiðendurnir voru á einu
máli um það að hlutfall verkefna
fyrir félagasamtök og stéttarfélög
81