Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Qupperneq 11

Frjáls verslun - 01.05.1982, Qupperneq 11
Með verslun og vörslu á fjármagni og eignum. Kaupþing heitir nýtt fyrirtæki, sem í október hóf starfssemi sín á þriðju hæð í Húsi versl- unarinnar við Kringlu- mýrarbraut. Kaupþing erhlutafélag í eigu átta einstaklinga, en framkvæmdastjóri er Ingimundur Einarsson. Hann hefur síðastliðin þrjú ár starfað sem bæj- arstjóri á Siglufirði, en áður gegndi hann starfi fulltrúa bæjarfógetans í Keflavík. Ingimundur er borinn og barnfæddur Siglfirðingur, en lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands. Við fengum hann til að skýra örlítið nánar frá starfsemi þessa nýja fyrirtækis: „Fyrirtækinu er ætlað að helga sig eignamiðl- un, hagfræði-, rekstrar- og tölvuráðgjöf, ásamt fasteigna- og verðbréfa- sölu. Einnig bjóðum við upp á fjárvörslu, sem á erlendum málum hefur verið nefnd depot. Þessi þjónusta felst í því að við veitum ráðgjöf til ein- staklinga um hagkvæm- ustu fjárfestingarmögu- leikana hverju sinni og tökum jafnframt að okkur framkvæmd fjárfesting- ar. Ennfremur höfum við tekið upp leigumiðlun atvinnuhúsnæðis og virðist full þörf hafa verið fyrir þá þjónustu." Eru fordæmi fyrir sam- einingu slíkrar þjónustu hér á landi? „Nei, það held ég ekki. Yfirleitt hefur þetta allt verið á sitt hverri hend- Inglmundur Elnarsson inni, en þó má segja að Fjárfestingafélagið og Hagvangur séu á svip- aðri bylgjulengd." Er grundvöllur fyrir þessari fjárvörslu sem þú nefndir áðan, liggur mik- ið fjármagn á lausu hjá einstaklingum? „Já, ég held að það sé víða til, en fólk virðist ekki gera sér nægilega vel grein fyrir hvernig skynsamlegast sé að fjárfesta hverju sinni. Þessa stundina er hag- kvæmast að binda fjár- magn í spariskírteinum ríkissjóðs og fasteigna- tryggðum veðskulda- bréfum. Ég hef trú á að margir eigi eftir að not- færa sér þetta, enkum einstaklingar. Fyrirtækin hins vegar munu aðal- lega nýta sér aðra þætti ráðgjafarþjónustu, til dæmis á sviði hagfræði og rekstrar." En fasteignarsalan, er hún með svipuðu sniði og almenntgerist? „Já, að mestu leyti. Við erum með eignir á skrá hjá okkur, en munum leggja mikið upp úr ítar- legri kaupendaskrá, þar sem óskir viðskiptavin- anna eru tilgreindar ná- kvæmlega. Hyggjumst við tölvuvæða þessa starfsemi til hagræðing- ar.“ Er þetta skemmtilegra en bæjarstjórastarfið? „Þetta er skemmtilegt viðfangs. Hvort það reynist skemmtilegra, er engin reynsla komin á enn, því þetta er svo nýtt fyrir mér.“ Auk Ingimundar starfa við Kaupþing 5 manns, 2 viðskiptafræðingar, 2 sölumenn og ritari. Haukur Har- aldsson og Örvar Sigurðs- son til Arnar- flugs Þann 1. desember sl. tók Haukur Haraldsson við starfi markaðsfulltrúa hjá Arnarflugi. Mun hann m.a. annast samskipti Arnarflugs við ferðaskrifstofur, fyrir- tæki og viðskiptaaðila inn- anlands og vinna á þeim vettvangi að uppbyggingu og eflingu viðskiptasam- band, jafnt vöru- og far- þegaflugi. Haukur hefur að baki margþætta reynslu í mark- aðssetningu og markaðs- sókn. Hann starfaði áður m.a. við gestamóttöku og veitingasali Hótel Esju og síðar við sölu- og markaðs- mál hjá O. Johnson og Kaaber hf. Síðustu fjögur árin veitti hann Ráðningar- þjónustu Hagvangs for- stöðu og vann henni á þeim tíma fastan sess og al- menna viðurkenningu fyrir örugga þjónustu. Haukur er fæddur 15. 10. 1949. hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1971 og stundaði síðan nám við fé- lagsfræðideild Háskóla (s- lands. Hann er kvæntur Oddbjörgu Óskarsdóttur og eiga þau tvö börn. 18. nóvember síðastliðinn tók Örvar Sigurðsson til starfa hjá Arnarflugi og sér hann þar um farskrádeild fyrirtækisins. Örvar mun m.a. undirbúa tölvuvæðingu farskrádeildarinnar sem innan tíðar fer í beint sam- band við farskrártölvuna Corda í Amsterdam, en hún er ein fullkomnasta farskrár- miðstöð heims og tengist beint við flugfélög um allan heim. Örvar hefur sl. 16 ár starf- að í farskrárdeild Flugleiða og m.a. undirbúið þar IBM spjaldakerfi og síðar bókun- arkerfi Gabriel og Alex. Örvar er fæddur 28. 10. 1945. Hann er kvæntur Erlu Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn. Nordek hugmynd endurnýjuð Man nokkur eftir Nordek, efnahagsbandalagi Noröur- landa, sem reyndar komst aldrei af hugmyndastiginu? Nú hefur Nils G. Asling, fyrrverandi iðnaðarráðherra Svíþjóðar ákveðið að vinna aö stofnun norræns fjár- hagsbandalags. Hefur hann þegar oþnaö skrifstofu í Stokkhólmi og myndaö vinnuhóp stjórnmálamanna og atvinnurekenda frá Sví- þjóð, Noregi og Finnlandi. Forstöðumenn norrænna stórfyrirtækja hafa oft viðr- að hugmyndir um norrænt fjárhagsbandalag en einn þekktasti talsmaður þessara hugmynda er Pehr G. Gyll- enhammer, forstjóri Volvo. Er ásetningur Aslings að vinna hugmyndinni fylgis í vetur en markmiðið er að koma á frjálsum fjármagns- flutningi milli Noröurlanda og sameiginlegum hluta- bréfamarkaði. 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.