Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 13
Texti:Pétur J. Eiríksson
innlent
HM í efnahagsmálum ’81:
Féllum
úr 4. í 7.
sæti
HM í efnahagsmálum 1981
Röð 81 Stig Röð 80
1. Sviss 75 (2)
2. Japan 71 (3)
3. Noregur 64 (1)
4-5. Austurríki 58 (5)
Finnland 58 (7)
6. V-Þýskaland 57 (6)
7. ísland 56 (4)
8. Holland 55 (8)
9. Kananda 51 (12-13)
10. Bandaríkin 49 (12-13)
11. Frakkland 41 (14)
12. Belgía 39 (10-11)
13.-14. Svíþjóð 38 (9
Danmörk 38 (15)
15. Bretland 34 (16)
16. ítalía 32 (10-11)
Við íslendingar höfum höfum fjarlægst verðlauna-
pallinn og erum nú í sjöunda sæti á afrekaskrá efna-
hagsmála á árinu 1981, sem Frjáls verslun hefur sett
saman. Árið á undan voru við í fjórða sæti í samvar-
andi samanburði yfir árangur sextán iðnríkja í efna-
hagsmálum. Sex atriði efnahagsmála eru borin sam-
an og erum við eins og í fyrra lægstir í tveimur en ekki
bestir í neinu. Efstir eru Svisslendingar en Japanir í
öðru sæti. Gulldrengir síðasta árs, Norðmenn falla nú
í þriðja sæti. Austurríkismenn og Finnar deila fjórða
og fimmta sæti og fara þar með upp fyrir okkur ásamt
Vestur Þjóðverjum. Við höfum knappt forskot yfir Hol-
lendinga en ítalir reka lestina og hafa botnsætið af
Bretum.
Þeir sem eru á niðurleið ásamt
íslendingum eru Norðmenn, Belg-
ar, Svíar, Bandaríkjamenn, Frakk-
ar og Bretar.
Það sem kemur Sviss í efsta
sætið er lang minnst atvinnuleysi,
mjög hagstæður viðskptajöfnuður
og jákvæð þjóðarframleiðsla og
fjárfesting í atvinnutækjum. En
velgegni Svisslendinga í efna-
hagsmálum hefur ekki orðið án
erfiðleika og sársaukafullra að-
gerða. Þeir hafa endurskpulagt
efnahagsmál sín gagngert á síð-
asta áratug. Aðhaldsemi frá árinu
1973 lækkaði verðbólgu úr8-10%
árin 1973-74 í 1 -4% árin 1976-80. Á
milli 1974 og 75 minnkaði verg^^
13