Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Side 22

Frjáls verslun - 01.05.1982, Side 22
Eftir 1100 ára göróttan kost geta Reyk 30 nýjir veitingastaðir á 3 árum — byll Hodakjúklingar tóku við af hænunum Meö tilkomu þessara staöa uröu miklar breytingar í framleiðslustíl, matargerö og allri umgjörð ódýrari vietingastaöa. Með auknum feröalögum íslendinga erlendis haföi víðsýni mann aukist og var hin nýju matargerðarlist tekið tveim höndum. Hamborgarar fóru aö tilheyra neysluvenjum margra, þótt ísborg hafi boðið þá um nokkra hríö áöur. Holdakjúklingar komu þá fram í staö gamalla hæna, sem gengu oft undir nafn- inu: Kjúklingur. Nýstárlega fram- reiddar nautasteikur sáu dagsins Ijós viö góðar undirtektir, franskar kartöflur uröu algengar meö mat. Og svo aö sjálfsögöu kokteilsós- an, sem umsvifalaust varö aö þjóðarrétti og menn snæddu meira að segja meö sviðum um miöjar nætur upp í Geithálssjopp- unni, sálugu. Á móðurmáli fyrirmyndarinnar má segja að þetta hafi verið „Fast Food" staðir af hærri gæðaflokki. Brátt urðu þetta traust fyrirtæki enda eftirspurnin mikil. Bæði hungraöi fólk í nýjungar og um þetta leyti tók það aö færast í vöxt að menn færu ekki heim til sín í hádegismat og sömuleiðis tóku æ fleiri konur aö vinna utan heimislis. Gekk upp og ofan að móta grillstaðina Nokkrir staðir áttu þó minni vin- sældum af fagna þótt þeir væru á hinni nýju línu. Markús Alexand- ersson stofnaði tvo grillstaði, sem nefndust Grillinn '68 og '69. Annar var í Austurveri og var ekki lengi opinn, en hinn var í Suðurveri. Sverrir Þorsteinsson keypti þann stað síðar og rekur enn undir nafninu Hlíðargrill. Þá var Nýgrill opnað í Gullauganu á mótum Fellsmúla og Síðumúla, en hann gekk aldrei og var allt innanstokks selt á uppboði eftir skamman rekstur. Tómas Guðmundsson keypti Kokkhúsið við Lækjargötu, endur- bætti það og rekur sem almenna matstofu og kaffiteríu. Um líkt leyti keypti Birgir Jóns- son matstofuna Smárakaffi að Laugavegi 178. Hann fór strax að fikra sig inn á grill línuna, en síðar fór hann að sérhæfa staðinn í pizzum og enn síðar varð hann með fyrstu veitingamönnum í borginni til að bjóða upp á hrein- dýrasteikur. Halti haninn er í full- um rekstri og á Birgir staðinn enn. Þá var veitingastofan Árberg opnuð við Ármúlann undir miðjan áratuginn og er reksturinn þar svipaður og í Múlakaffi. Þar hafa orðið eigendaskipti oftar en einu sinni. Um miðjan áttunda áratuginn opnaói Esjuberg að Hótel Esju. Sá „Hinn vinnandi veitingamaður". Nú eru kokkarnir ekki lengur faidir í eldhúsinu. 22

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.