Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Side 23

Frjáls verslun - 01.05.1982, Side 23
ríkingar nú borðað sig sadda: ng í matargerðarlist og verði geysistóri staður verður einna helst flokkaður í matstað með al- mennan mat, kaffiteríu og veit- ingastað í milliflokki. Þar hófust léttvínveitingar eftir nokkurra ára rekstur og sitthvað fleira hefur verið gert fyrir staðinn fram á þennan dag. Skömmu síðar opnaði Gylfi Guðmundsson Skrínuna vió Skólavörðustíg og Kirnuna við Laugaveg, þar sem Rauða myllan var áður. Þetta voru grillstaðir með tilbúin mat í hádeginu, en náðu hvorugur umtalsverðum vinsæld- um fyrr en nýjir eigendur tóku við síðarog breyttu rekstrinum. Bændur fara að föndra við nýjar búgreinar Bjarni Árnason opnaði svo grill- staðinn Kránna við Hlemm, en er um þessar mundir að breyta hon- um í íburðarmikinn pizzastað. Einnig opnaði hann Nessy við Lækjatorg, sem sérhæfir sig í kjúklingum og hamborgurum. Jón Haltason rekur þann stað meó Bjarna. Á meðan þessu fór fram urðu Jón og Haukur Hjaltasynir að rýma húsnæði Sælkerans í Hafnarstræti. Áður en til þess kom höfðu þeir opnað vandaóan veit- ingastað ÍÓðali, en hann náði ekki nægilegum vinsældum svo það húsnæði var tekið undir diskótek árið 1975. Eftir aö Sælkerinn lok- aði, opnuðu þeir arftaka hans, Nautið við Austurstræti, í sama húsi og Óðal, en síðar var húsnæði Nautsins einnig tekið undir diskó- tekið. Á þessum tíma þróuðust stað- irnir heldur hægt, en nýjar bú- greinar svo sem alifuglarækt og nautakjötsframleiðsla styrktu stöðu sína vegna frumkvæðis þessara staða. Gömlu heimilis- staðirnir héldu líka allgóðum við- skiptum vegna aukinnar eftir- spurnar eftir matsöluþjónustu al- mennt. Nýir réttir í nýju umhverfi Má segja að stórtíðindalaust hafi verið á markaðnum um hríð. En svo er það undir lok síðasta ártugs að nýja línan fer að fæðast. Henni er í stuttu máli lýst með því að gera staðinn þægilegri en gömlu grill- staðina, heimilislegri, og leggja áherslu á nýja rétti svo sem pizzur, fiskrétti og lambakjöt. Askur opnaói þess háttar stað að Laugavegi 28 árið 1977. Þar var aðaláhersla lögð á lambakjötsrétti. Guðni Erlendsson og Jakob Magnússon opnuðu Hornið í Hafnarstræti árið 1979, sem heim- ilislegan stað með aðaláherslu á nýstárlega fiskrétti. Þessir staðir og þeir sem á eftir komu, hafa svo allir fikrað sig í fótspor hvers ann- ars til að geta boðið nægilega fjöl- breytni. Nessy við Lækjatorg, í eigu Jóns Hjaltasonar og Bjarna Árnasonar á heima í þessum hópi sem heimilislegur staður, en með hraðari afgreiðslu. Vínveitingaleyfi fást fyrir millistaðina. í janúar 1980 verða eigenda- skipti að Aski þegar Magnús Björnsson selur þeim Pétri Svein- bjarnarsyni og Hauki Hjaltasyni staðina. Þeir tóku sig til og gerðu breytingar að Laugavegi 32 og fengu þar vínveitingaleyfi. Það var fyrsti staðurinn af svonefndum milliflokki, til að fá leyfi til léttra vínveitinga. Meö veitingastað í milliflokki er átt við millistig á milli grillstaða og fínustu veitingastað- anna. Verðlagið er einnig þar á milli. Pétur keypti svo hlut Hauks ári eftir að þeir keyptu af Magnúsi. Allt gengur af göflunum Upp úr því gekk allt af göflunum á öllum sviðum. Bjarni Alfreðsson opnaói Versali í Kópavogi og fékk vínveitingaleyfi, en staðnum var lokað að ári. Ólafur Reynisson og Haukur Hermannsson opnuðu Hlíðarenda við Brautarholt þar sem heimilismatstaðurinn Sæla- kaffi var eitt sinn. Reksturinn þar var stílaður á hæsta gæðaflokk en milliverð. Þar voru vínveitingar. ► 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.