Frjáls verslun - 01.05.1982, Síða 31
vöxtur í mannafla ætla að verða
meiri á landsbyggðinni en á höfð-
uðborgarsvæðinu. Orsök þess að
nýting fer batnandi á landsbyggð-
inni er sennilega að hluta fólgin í
því að þar hafa hlutastörf vegið
hlutfallslega þyngra en á höfuð-
borgarsvæðinu, en viðbúið að sá
mismunur minnki.
Landbúnaður og fisk-
veiðar komin á endamörk
í nýrri sþá um mannafla á Norð-
urlandi eftir atvinnugreinum 1980
til 1990, segir m.a.: ,,Það er Ijóst að
í frumvinnslugreinunum, landbún-
aði og fiskveiðum, er fyrirsjáan-
legur samdráttur. Báðar greinarn-
ar eiga það sameiginlegt að vera
komnar á endimörk framleiðslu-
getunnar og mun framleiðniaukn-
ing vegna tækniþróunar í þessum
greinum skila sér í færri launþeg-
um og þeim þarf að skaþa atvinnu
við annað.
En hvert mun starfskrafturinn
leita? Þjónustustarfssemi á Norð-
urlandi er hlutfallslega mun minni
en á Reykjavíkursvæðinu og
skýrslan sþáir að hlutdeild hennar í
mannaflanum á Norðurlandi muni
vaxa úr 36,8% í 45,1% á áður-
nefndu tímabili. Samhliða þessari
aukningu þarf að koma til vöxtur í
fiskvinnslunni, sem fljótt á litið
myndi lýsa sér í frekari nýtingu
sjávaraflans, og hinsvegar vöxtur í
öðrum iðnaði, annaðhvort með
þennslu þess iðnaðar, sem fyrir er
eða með tilkomu nýs iðnaðar eða
orkufreks iðnaðar.
Þjónustugreinarnar
munu eflast
Það er landlægt hér að telja
þjónustugreinar harla léttvægar í
samanburði við frumframleiðslu-
greinar, skal hér vitnað í orð Guð-
mundar Sigvaldasonar um þau
mál: ,,Ef þjónustustarfsemi fær
ekki skilyrði til eflingar úti á lands-
byggðinni þýðir það að hún eflist
þeim mun meir á höfuðborgar-
svæðinu. Þjónusta er orðin það
snar þáttur í lífi fólks að ef hann er
afstæð eftir eðli þjónustunnar, þá
flyturfólk sig. í því sambandi skiptir
þjónusta heilbrigðisstofnana og
ýmissa skólastofnana líklega
mestu rnáli."
Áskell Einarsson, framkvæmda-
stjóri Fjórðungssambands Norð-
lendinga segir um þróun þessarar
atvinnugreinar á Noðrurlandi:
„Mistökin hafa verið þau að ekki
var þess gætt að byggja upp þjón-
vöxtur og viðgangur annarra
greina atvinnulífsins.
Orkuiðnaður, stór-
iðnaður eða áliðnaður
Þar er einmitt komið að kviku
máls allra mála á Norðurlandi
þessa dagana. Hvað er til ráða?
Ekki blæs byrlega fyrir skipasmíðastöðvum þessa dagana eftir yfirlýsingar sjávarútvegs-
ráðherra um stöðvun fiskiskipasmíða um hríð.
ustugreinar í kjölfar atvinnuupp-
þyggingarinnar á öðrum sviðum."
Annars er sama við hvaða framá-
menn eða hugsuði í atvinnumálum
er rætt, allir eru sammála um að
þjónustugreinar muni og verði að
vaxa verulega á Norðurlandi á
næstu árum. Um leið er mönnum
Ijóst að það er engin „patent
lausn" ef ekki kemur til eðlilegur
Geta sjávarútvegur eða landbún-
aður elfst, eða sá iðnaður, sem
þegar er fyrir hendi? Eða er stór-
iðnaður lausnarorðið? Sá iðnaður
gengur undir þrem nöfnum nyrðra
þessa dagana, stóriðnaður, orku-
iðnaður og áliðnaður, allt eftir við-
horfum manna til sama hlutarins.
Andstæðingar áliðnaðar tala um
stóriðnað og andstæðingr áliðn-
31