Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 35

Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 35
Suður-Ameríku og Evrópu. Af þessum orsökum þ.e.a.s. að framleiðslan mun minnka í þessum löndum á meðan eftirspurnin mun aukast er gert ráð fyrir því, að hér muni myndast bil upp á 500 þús. tonn þegar árið 1985 innan Evrópu einnar. Þetta bil yrði þess vegna að brúast með því að flytja inn ál frá öðrum heimshornum. I' Evrópu eru hins vegar aðeins tvö lönd, sem eiga ennþá ónýtta vatnsorku, en það eru ísland og Noðrur-Noregur. Og í álframleiðslunni er einmitt þessi vatnsorka dýrmæt því flutningsgjald álsins frá öðrum heimsálfum er mjög dýrt eða um 5-10% af söluverði vörunnar á Evrópu og Ameríkumarkaði. Hérer komin ein höfuðröksemd fyrir því, hvers vegna við eigum aö nýta vatnsorku okkar fyrst og fremst til álframleiðslu, því í henni eru langmestar líkur á því að við það fengjum við mest verð fyrir orkuna." Rannsóknum verði hraðað Þetta eru vissulega sterk rök og vex þeim fylgi nyrðra ef marka má af nýjum ályktunum ýmissa mark- tækra aðilla um framvindu stór- iðjumála á Norðurlandi. T.d. segir í ályktun Fjórðungsþingsins frá því í sumar: „Þingið bendir á að orku- iðnaður muni í vaxandi mæli verða undirstöðuatvinnuvegur við hlið hefðbundinna atvinnuvega í land- inu. Staðarval ofkufreks iðnaðar mun því hafa afgerandi áhrif á byggðaþróun í landinu. Þingið tel- ur eðlilegt að athugunum og rannsóknum til undirbúnings næsta stóriðjuvers verði haldið áfram og hraðað. Sérstaklega verði rannsóknum þessum beint að Eyjafjarðarsvæðinu enda Ijóst að það svæði er á ýmsan hátt náttúrufars- og umhverfislega við- kvæmara en önnur þau svæði, sem Staðarvalsnefnd hefur nú bent á. Jafnframt telur þingið að í framhaldi af Blöndunarvirkjun verði haldið áfram athugunum á uppbygginu stærri iðnaðar sem víðast á Norðurlandi, svo sem trjávkoðverksmiðju á Húsavík." En á meðan þessu fram vatt Ýinsir telja eðlilegra að efla þann almenna iðnað, sem fvrir er, áður en farið er að tala um stóriðju. bilaleiga f HÚSAVÍKUR ®Hi Bílnuerkstæði - Ðekkjaþpnusta - Bensinafyreiðsla - Söhtökáli t ... Jeppar-FöiksbUar St s,, Hlisavik Æðarfossar Frá Husavík er stutt ti! ýmissa fegurstu staða t héraðinu. Húsavík is surrounded by the most beautifui jandscápe in Iceianti CAtr RENTAL SERVICE Octtiloss Mývatn Bílaleiga Húsavfkur tCar Bentaf) $imi 96,41888 Gren(aðarstaður 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.