Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Side 37

Frjáls verslun - 01.05.1982, Side 37
voru náttúruvísindamenn aö semja aðra skýrslu, sem nýlega er komin út. Þar telja þeir nauðsyn- legt að rannsaka náttúrufar Eyja- fjarðar enn um hríð, eða í um það bil ár enn. Kann það að verða dýr- mæt bið þar sem sveitarstjórn Vatnsleysustrandarhrepps hefur þegar ritað viðkomandi yfirvöldum og lýst áhuga sínum og sams- starfsvilja við upþbyggingu álvers í Vatnsleysuvík, sem er talsvert ódýrari kosturen við Eyjafjörð. Norðlendingar hafa áður hikaði — áður tapað Hik í þessum málum hefur áður orðið Norðlendingum dýrkeypt eins og glöggt kemurfram í orðum Áskells Einarssonar þegar hann segir: ,,Á þessu ári eru liðin tuttugu ár slðan haldinn var fundur á Akur- eyri af Norðlendingum og Aust- firðingum til að vinna að virkjun Jökulsár á Fjöllum, en þá voru þegar uþþ hugmyndir um að virkj- un Þjórsár og álverksmiðju. Þessi fundur var uþþhaf ósigra Norð- lendinga í orkumálum. sem með virkjun Blöndu hefur verið snúið upp í sókn á ný. Ekki er vafamál, ef til staðar hefðu verið 1962 sterk landshlutasamtök á Norðurlandi og Austurlandi, þá hefði verið til staðar nægileg málafylgja, til að koma í veg fyrir að augljóslega væri hlutur heimaaðila borinn fyrir borð. Hefði Fjórðungssamband Norðlendinga haft skilyrði til að hafa áhrif á laxárvirkjunardeilurn- ar, er Ijóst að málalyktir hefðu orðið aðrar. Það er óhætt að skýra frá því nú, að á sínum tíma var fyrir forgöngu Fjórðungssambands Norðurlendinga fengin málamiðl- unarlausn sem leysti málið og naut meirihlutastuðnings, en strandaði á þvergirðingu einstakra manna. Hins vegar var áhrifamáttur sam- bandsins ekki nægur til þess að beina athyglinni að Skjálfanda- fljóti og Jökulám í Skagafirði. En viti menn, bæði þessi vatnsföll hafa verið rannsökuð og Villinga- nesvirkjun er komin á dagskrá." Og látum Áskel eiga lokaorðin: ..Næstu misseri geta skipt sköpum hvort Norðurlandið, og þar með landsbyggðin verði megnug að tryggja sér skerf í hinni miklu iðn- aðaruppbyggingu, sem hlýtur að koma. Stóriðnaður hefur í dag sama gildi og togaraútgerð og síldarbræðslur höfðu á sínum tíma. Þessu fylgir aó sjálfsögðu áhætta, eins og í öllum stórrekstri. Sú áhætta er óhjákvæmileg, eins og á sínum tíma þegar ráðist var í togarakaup og uppbyggingu síld- ariðnaðar.'' Fiskveiðar munu ekki taka við unitalsverðu vinnuafli næstu árin. Fiskiðnaður gæti hugsanlega tekið við einhverju af nýju fólki, ef farið verður út í nýjar greinar eða einhverskonar vaktafvr- irkoinulag tekið alnicnnt upp. 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.