Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Side 39

Frjáls verslun - 01.05.1982, Side 39
Texti: Pétur J. Eiríksson etv laun w taVía a faVW* undií * oVlUt» kc HVERNIG Á AÐ KOMAST í BLÖÐIN? Islendingar byrjuðu að borða hamborgara daginn, sem Tommi byrjaði að steikja þá — rétt eða rangt? Að sjálfsögðu rangt. Hér hafa verið reknir um árabil um allt land, hamborgarastaðir, jafnvel eftir amerísku formúlunni, og íslendingar hafa snætt þar hamborg- ara eins og hverjir aðrir. En ef litið er á skrif fjölmiðla er ekki annað að ætla en að íslendingar hafi upp- götvað hamborgarana með Tomma. Líklega hefur hamborgara- neysla á höfuöborgarsvæðinu þó aukist mikið, jafnvel margfaldast með Tomma og óumdeilanlegt er að hann hefur á fáum mánuðum orðið hamborgarakonungur ís- lands með yfirgnæfandi hlutdeild á stærsta neytendamarkaði lands- ins. Ástæðurnar er ekki að finna í betri hamborgurum eða lægra verði en hjá keppinautunum held- ur gífurlegri ókeypis auglýsingu. Tommi hefur notið og kunnað að nýta sér þann hæfileika sinn að geta skapað áhuga fjölmiðla á sjálfum sér. Frá því að Tómas Á. Tómasson opnaði sinn fyrsta hamborgara- stað á Grensásvegi þar til þeir voru orðnir fleiri og skemmtistaðurinn Villti tryllti Villi að auki hafa fjöl- miðlarnir hamast við að baða Tomma í frægðarljómanum. Meira að segja þegar Tommi fékk sér bíl gaf það tilefni til blaðaskrifta og þeirra mun meiri en þegar forseti islands fékk Cadilac. Vafamál er hvort nokkur atvinnurekandi á is- landi hafi fengið aðra eins umfjöll- un í blöðum og Tommi á undan- förnum tveim árum En hvað er það sem skapar þennan mikla áhuga fjölmiðla á Tomma? Áður en hann opnaði hamborgarastaðinn á Grensás- 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.