Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.03.1983, Qupperneq 9
hafi á nokkurn hátt verið sögu- leg. Settar voru fram fjórar al- mennt orðaðar viljayfirlýsingar um helstu þætti efnahags- stefnunnar, þ.e. um peninga- mál, ríkisfjármál, um samráð milli helstu iðnríkja, um geng- ismál og um aö auka framleiðni og hefta atvinnuleysi. Það hlýtur að vera öllum mikið áhyggjuefni hve efna- hagslífið í umheiminum ætlar seint að taka við sér. Nokkur batamerki sjást, en eru ákaf- lega veikburða og skortir flest til, sem þarf til að rífa efna- hagslífið upp úr öldudalnum. Það veldur líka áhyggjum, að núverandi kreppa hegðar sér nokkuð á annan veg en á fyrri samdráttarskeióum, t.d. á ár- unum 1974—1975. Þetta sést Ijóslega, ef hagvaxtarlínan er skoðuð yfir lengra tímabil. Það má því ef til vill kalla núverandi skeið efnahagslífsins tíma hagvaxtarskorts og óstöðug- leika heldur en hefðbundna kreppu (sjá töflu). Helst telja menn þó, að ástandið hafi batnað í Banda- ríkjunum enda er spáð allt að 5% hagvexti á seinni helmingi þessa árs miðað við seinni helming ársins í fyrra. Þó stendur hagvöxturinn þar á hálfgerðum brauðfótum, þar sem fjárfestingar minnka enn í ár frá árinu áður. Um er kennt háum raunvöxtum, (6—8% pa) sem eiga m.a. uppruna sinn í feikilegum halla á fjárlögum eða um það bil 200 milljörðum dollara á þessu ári. Einnig má telja víst að bæði Bretar og Þjóðverjar hafi yfir- unnið það versta og muni vera á hægri uppleið. Sú skoðun hefur mjög átt upp á pallborðið hjá ýmsum áhrifamönnum (Kissinger og Schmidt f.v. kanslara), að ekki muni leysast úr efnahags- kreppunni nú, nema með sam- eiginlegu átaki bæöi iðnríkja og þróunarríkja. Sumum hefur þótt skorta á að þessi skoðun njóti nægjanlegs hljómgrunns. Sérstaka athygli vekur hve ýmsum þróunarlöndum hefur tekist vel á efnahagssviðinu á undanförnum áratug. Þessi lönd eru m.a. Kórea, Singa- poor, Hong Kong, Mexico og Malasia. Þar var hagvöxturinn á sl. áratug um 7.8% árlega að meðaltali, en á meðan var hagvöxturinn í iðnvæddu lönd- unum aðeins tæp 1,6% að meðaltali á ári. Þetta er talið hvað skýrasta dæmi um það að gömlu iónaðarlöndin hafi tap- að því forræði og frumkvæði, sem þau áður höfðu. Kenna menn því um, að orku-, hrá- efna- og launakostnaður hafi aukist svo að tiltölu, að þau séu ekki lengur samkeppnishæf. Einnig kemur til, aö ýmsar innri aðstæður eru heppilegri og meir hvetjandi hjá minna þró- uðum iðnaðarlöndum þriðja heimsins heldur en hjá iðnað- arlöndum Evrópu og Ameríku, þar sem allt er reyrt fast í óþjált kerfi og opinber afskipti. Gott dæmi um þennan skort á sveigjanleika í efnahagslífi Vesturlanda eru þeir miklu erfiðleikar, sem stál- og vefn- aóarframleiósla og skipasmíó- ar hafa átt við að stríða nú undanfarin ár. Erfiðleikunum hefur yfirleitt verið svarað með beinum eöa óbeinum innflutn- ingshömlum, niðurgreiöslum og uppbótum frá ríkinu og öör- um opinberum stuðningsað- gerðum. Það hefur því raun- verulega ekki verið á vandan- um tekið en hann falinn og þannig komið í veg fyrir eðli- lega efnahagslega framþróun og aðlögun. Á það skal bent, aó ytri og innri aðstæður breytast í sífellu og því er nauðsynlegt að forsendur at- vinnulífsins og hagkerfið allt breytist í takt við grundvöllinn, aö öðrum kosti koma upp slík vandamál eins og aö ofan er lýst í stál- og vefnaðarfram- leiðslunni. Við þessu er ekkert að gera nema auka á sveigjanleika í hagstjórn, afnema og draga úr ýmsum innri og ytri hindrunum hagvaxtar, svo sem í utanríkis- viðskiptum og ýmsum reglu- gerðarákvæðum og lagafarg- ani heima fyrir, auka sam- keppnisandann og almennt að láta markaðsöflin starfa sem mest frjáls. Hagvaxtarskortur (Árleg meðalaukning þjóðarframleiðslu á föstu verðlagi í % 1960-73 1973-75 1975-79 1979-82 Allar iönaðarþj. 5.0 0.3 4.0 0.8 3.0 USA 4.1 -0.8 4.5 -0.1 3.3 Japan 9.9 0.6 5.2 3.2 3.4 Evrópa 4.8 0.8 3.4 0.8 2.4 Þýskaland 4.5 -0.7 4.0 0.6 1.7 Olíuútfl.lönd 8.2 2.3 5.4 0.1 4.2 Þróunarlönd 5.5 4.8 5.4 2.0 4.2 Austur-Evrópa 7.2 5.6 4.6 2.9 3.3 Heimild: World Economic Outlook/Wharton Econometric 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.