Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Qupperneq 51

Frjáls verslun - 01.03.1983, Qupperneq 51
Evrópumanna af þessum málum fellur mjög í sama farveg. Hvers vegna í ,,gamla“ daga, þegar tölvu- notkun til þókhalds og reiknings- skila var að ná fótfestu, var að sjálfsögðu fyrst og fremst reynt að fá tækin til að vinna sitt verk eins og til var ætlast, en meðan stóð í járnum með það grundvallaratriði var ekki um að ræða að huga að öryggismálum. Þegar þetta tókst, kom upp sú staða að fyrirtæki urðu að tölvuvæðast til að halda sam- keppnisaðstöðu og þar með til- veru sinni, hvort sem þeim líkaði betureða verr. Tölvurvoru þvíekki nema að litlu leyti framleiddar sem svar við markaðskröfum eins og t.d. bílar og hrærivélar, og þróunin varð það ör, að lítið ráðrúm gafst til að koma á jafnvægi og sveigja skipulagningu og stjórnun til sam- ræmis við nýjar aðstæður. Þegar ný tækni kemur fram, er hún gjarnan talin hættulaus með öllu þar til annað sannast, og þar sem skipulagsbreytingar og öryggis- ráðstafanir kosta fé, spara menn eyrinn, en eyða krónunni. Reynslan hefur sýnt hversu mikilvægt það er, að væntanlegur tölvunotandi skipuleggi alla notk- un tölvunnar fyrirfram í smáatrið- um, átti sig á hvaða gagn tölvan geti gert honum, hvernig best og hagkvæmast sé að nota hana, hvernig hún falli að skipulagi og starfssviði fyrirtækis hans, hversu lengi ætla megi að hún geti gegnt hlutverkum sínum, hversu auðvelt verði að breyta verkefnum hennar og verksviði síðar, og hverja þýð- ingu notkun hennar hafi fyrir ör- yggi þeirra verðmæta, sem hún skal notuð við eftirlit með. Tölvan er það mikilvæg, að álitamál getur jafnvel verið hvort skipuleggja eigi notkun hennar til samræmis við fyrirtækið, eða öfugt. Ef forsjá skortir, getur afleiðing- in orðið óreiða. Notandinn venst þá á að taka villur og tafir sem sjálfsagðan hlut, neyðist til að redda daglegum rekstri með þvíað lappa upp á forritin í sífellu, og getur tæpast fært eðlilegar og einfaldar færslur án meira eða minna flókinna aukaráðstafana og undantekninga frá settum starfs- reglum. Slíkt umhverfi er kjörlendi fjárdragarans.4) Að öðru leyti er orsaka að leita í eðli tölvunnar. Allir vita, að hand- eða vélfært bókhaldskerfi er miklum mun svifaseinna en tölvu- kerfi. í tölvunni eða útstöð hennar er á augabragði hægt að ná til þeirra upplýsinga sem inn hafa verið færðar, og vinna úr þeim á sekúndubroti. Tölvuvæðingin býður upp á kærkomið tækifæri til að draga úr því skjalafargani sem sífellt hefur verið að aukast í tím- ans rás, en því erfiðara verður að rekja slóðann við hefðbundna endurskoðun. Sárafáar mann- eskjur með tölvu geta hæglega annast verkefni, sem heilan her bókhaldara með sveitta skalla þurfti til áður. Þessi fáu með- höndla upplýsingar, sem skipta sköpum fyrir stjórn og eftirlit með gífurlegum verðmætum, og þegar starfsfólki fækkar, verða færri til að fylgjast með gerðum hvers annars. Gögn verða gjarnan svo viðamikil, að vísbending eða sönnunargagn um misferli dylst eins og saumnál í heystakk. Yfir- leitt kemur ekki fram af minni tölv- unnar hver færði upplýsingar inn eða þurrkaði þær út, en rithönd á bók eða blaði talar sínu máli. Mörgum finnst sem allt hljóti að vera rétt sem út úr tölvu kemur, enda þykja tækin nýstárleg, og fáir skilja hvernig þau vinna. Fullkomin endurskoðun krefst mikillar þjálf- unar og þekkingar, sem varla er fyrir hendi í nægilegum mæli. Hvernig? Aðferðir við tölvuvætt svindl eru að miklu leyti hinar sömu og tíðk- ast hafa um ár og aldir. Venjulega er um að ræða innfærslu rangra upþlýsinga í því skyni að afla sér verðmæta og dylja síðan verknað- inn. Þannig eru útborganir færðar sem ekki hafa átt sér stað eða hafa verið greiddar öðrum aðilum en fram kemur, vörur sendar til ann- ars aðila en hins tilgreinda eða færðar sem rýrnun, eða innheimt- ar skuldir færðar sem tapaðar. í slíkum tilfellum er enginn grund- vallarmismunur á hvort tölva er notuð eða ekki, og að sjálfsögðu geta debit og kredit staðist á eftir sem áður. Einnig er til í dæminu, að innfærslur eigi sér ekki stað, og fylgiskjöl séu eyðilögð. Hinar ein- faldari og algengari aðferðir eru því gamalt vín á nýjum belgjum, framdar með niðurfellingum, við- bótum eða breytingum á innfærsl- um. 2~> Fjölmörg tilbrigði má síðan semja við þessi og þvílík stef. Það sem gerir verknaðinn hættulegri, þegar tölvu er beitt er aðallega hið aukna tjón, sem samsvarað gæti hinu aukna notagildi tölvunnar miðað við eldri kerfi, og það, hversu auðvelt er að dylja verkn- aðinn. Hagnýting forrita til fjárdráttar er talin óalgengari, enda á valdi færra fólks. Dæmi um slíkt eru, þegar tölvunni er lagt fyrir að prenta ekki út sviksamlegar greiðslur af einhverju tagi, eða þegar margar hverfandi lágar upþhæðir eru klipnar af flóknum greiðslum, t.d. launum. Þegar slíkum möguleikum sleppir fer flóknari og arðvænlegri háttsemi að krefjast verulega aukinnar þekkingar og hæfni, og virðast slík tilfelli blessunarlega sjaldgæf. 5) Venjulega er upprunalegum forrit- um breytt eftir á, en þó mun hafa komið fyrir, að forrit séu samin frá upphafi í því skyni að drýgja tekjur forritarans. 6) Menn hafa ímyndað sér, en þó ekki framkvæmt svo vitað sé, hvernig unnt ætti að vera að fremja hinn „fullkomna" tölvufjár- drátt eða þjófnað. Fylgiforrit eða ,,control system" tölvu er venju- lega lagt til af framleiðanda hennar, og getur verið allt of flókið til að einstakur maður geti haft yfir það fulla yfirsýn. Vel er hugsanlegt að takast mætti að skipta um það, 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.