Frjáls verslun - 01.03.1983, Page 57
rlögmál og félagslegir fordómar
og reksraröryggi yfirleitt íbeinu
hlutfalli við það sem notandinn
borgar, stundum í öfugu hlut-
falli. I sjálfu sér er þetta sama
ástand og er enn ríkjandi í
Bandaríkjunum þótt ástæð-
urnar fyrir því séu ef til vill ann-
ars eðlis, jafnvel til ídæminu að
íslendingar hafi misskilið hlut-
verk mikrótölvanna og trúað
því að þær gætu komið í stað
minitölva. Það er heldur ekki
fráleitt að áhugamenn með
tölvudellu hafi ofmetið getu
mikrótölvanna eða haft oftrú á
þeim forritum sem á boðstólum
hafa verið.
Eftir: Leo M. Jónsson, rekstrartæknifræðing.
Örtröö á míkrómarkaði
— vaxandi sölumennska
í minitölvum
Enginn vafi er á því að mark-
aður fyrir míkrótölvur er vax-
andi og á eftir að verða veru-
legur innan fárra ára. Það er
hins vegar ekkert útlit fyrir að
mikrótölvur vinni markað af
minitölvum nema þá að ein-
hverju óverulegu leyti. Tölvu-
seljendum er að verða þessi
staðreynd Ijós og hafa því farið
að einbeita sér að afmörkuðum
sviðum þar sem mikrótölvan
hefur ótvíræða möguleika.
Fram að þessu hefur ríkt einn
allsherjar glundroði á míkró-
markaðinum, þar sem misk-
unnarlaust hefur verið blandað
saman leikföngum og atvinnu-
tækjum og leikfangasalarnir
hafa jafnvel staðið í þeirri trú að
þeir væru í samkeppni við þá
sem selja minitölvur, það er
því engin furöa þótt ýmsir hafi
tekið sölumönnum með
ákveðnum fyrirvara. Þetta hef-
ur einnig bitnað á þeim fyrir-
tækjum sem hafa tekið réttan
pól í hæðina og einbeitt sér að
því að selja vönduð mikró-
tölvukerfi til nota í fyrirtækjum
en þau fyrirtæki hafa lagt á sig
verulegar byrðar við að koma
upp nægilega góðum hugbún-
aði, annað hvort upp á eigin
spítur eða í samvinnu við sér-
hæfða aðila á kerfisfræðisviöi.
Þessi fyrirtæki hafa átt erfitt
uppdráttar, sérstaklega vegna
þess aó þau hafa fjárfest í
nauðsynlegum undirbúningi
en fengið takmarkaóa fyrir-
greiðslu í bönkum enda skilja
bankamenn hérlendis ekkert
annað en það sem lyktar af
slori eöa kúamykju, — þ.e.
hinn hefðbundni forgangur
sem sjávarútvegur og land-
búnaöur hefur þegar fjár-
magna á fyrirtæki.
Markaður minitölvanna er
mun stöðugri, enda hafa þau
fyrirtæki sem selja minitölvur
slitið barnsskónum, hugbún-
aður er orðinn þróaður fyrir ís-
lenskar aðstæður og hugbún-
aðarþjónusta komin í fastar
skorður. Á þessum markaði
ber IBM höfuð og herðar yfir
aðra og er það engin furða
þegar það er haft í huga að
fyrirtækið er útibú frá IBM
World Trade Corporation og
því óháð forsjá hins íslenska
fjárskömmtunarkerfis og feng-
ið að byggja sig upp eins og
alvöru fyrirtæki sem býður
vandaða vöru og skipulagða
þjónustu. Sem betur fer hefur
einu íslensku fyrirtæki tekist aö
skapa IBM nauðsynlega sam-
keppni en það er Kristján Ó.
Skagfjörð Hf sem selur mini-
tölvur frá Digital Equipment
Corporation og er furðulegt
hvað þeim hefur tekist að gera í
þessu þjóðfélagi rekstrarfjár-
skortsins. Fram að þessu hafa
þessi tvö stóru fyrirtæki fyrst
og fremst sinnt þeim markaði
sem opinberar stofnanir og
stærri fyrirtæki í þjónustu og