Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Page 70

Frjáls verslun - 01.03.1983, Page 70
Verður ísland vinsælt ráðstefnuland? Fyrir skömmu var kynnt á vegum Ferðamálaráðs skýrsla sem danskir aðilar gerðu um möguleika ís- lendinga til ráðstefnuhalds. í skýrslu þessari var meðal annars gefin umsögn um nokkur hótel, búnað þeirra og aðstæður til ráðstefnuhalds, hvað helst skortir á til að fullnægja alþjóðlegum kröfum og svo framvegis. Oft hefur verið rætt um að lengja mætti ferða- mannatímann hér á landi með auknu ráðstefnuhaldi. En erum við í stakk búin til slíks? Eina hótelið sem sérstaklega er byggt til ráðstefnuhalds er Hótel Loft- leiðir. Þar var árið 1972 tekin í notkun sérstök ráð- stefnuálma, sem er austurálma hótelsins. Með því komst í notkun 300 manna ráðstefnusalur, sem er Kristalssalurinn, kvikmyndasalur (auditorium) fyrir 100 manns, prentstofa, fjórir minni fundarsalir og auk þess bættust við 110 hótelherbergi. Við tókum Emil Guðmunds- son, hótelstjóra á Hótel Loft- leiðum, tali og fengum hann til að lýsa reynslunni af ráð- stefnuhaldi til þessa og spá um möguleika íslands til frekara átaks á þessu sviði. Stöðug aukning ,,Þaó hefur verið stöðug aukning í þessu frá því að ráð- stefnutíminn er í maí og júní og svo aftur í ágúst.“ Hvernig ráðstefnur eru það helst sem hér eru haldnar? „Þær eru af öllum gerðum og stærðum, en sérstaklega hefur læknaráðstefnum fjölg- að. Einnig hefur farið vaxandi að svonefndir ,,incentiv-hóp- ar“ komi hingað, en það eru hópar sem koma í boði stórfyr- irtækja eins og Volvo, General Electric og fleiri. Vió höfum sérstakan áhuga á að fá fleiri slíka hópa. Þetta eru mjög góðir gestir." Sérðu möguleika á að lengja hinn svonefnda ferðamanna- tíma með auknu ráðstefnu- haldi? ,,Það væri auðvitað mjög æskilegt ef hægt væri að teygja þennan tíma eitthvað bæði vor og haust, en ég er smeykur um að það reynist erfitt. Að vísu mætti reyna að nýta septemþer mánuð þetur, en tíðarfar hér gerir það að verkum að sumar- ið er og verður okkar aðalver- tíð, einnig á þessu sviði.“ Stór markaður í Bandaríkjun- um Hvað er gert tii að laða hing- að gesti til ráðstefnuhalds? „Söluskrifstofur Flugleiða hafa reynt aö auglýsa þessa þjónustu upp fyrir Island, en hver og einn veróur að reyna að koma sér á framfæri. Þá á ég við að hótelin verða sjálf að koma á framfæri tilboðum um hvað þau hafa upp á að bjóða, Ráðstefnugestir skila margföldum tekjum á við almenna ferðamenn stefnuálmann komst í gagnið,“ sagði Emil. „Aðallega eru það Norðurlandabúar sem hingað koma til ráðstefnuhalds og einnig aðrar Evróþuþjóðir. Þetta kemur svolítið í bylgjum, því í mörgum tilvikum skiptast til dæmis Norðurlandaþjóðirn- ar á að halda ráðstefnur og þá geta þær verið margar hér eitt árið, en aftur færri næstu þrjú til fjögur ár á eftir. Aðalráð- Rætt við Emil Guðmundsson, hótelstjóra á Hótel Loftleiðum hvernig aðstaðan er, upplýs- ingum um verð og þess háttar. Þetta er hægt að gera til dæmis innan stórra fyrirtækja og fé- lagasamtaka. Annars var gerð tilraun til söluherferðar í Noregi og Svíþjóð á síðasta ári á veg- um Ferðamálaráðs, Flugleiða og SVG. Það á eftir að skila sér síðar, vonandi. Hins vegar hef- ur lítið verið farið inn á Banda- ríkjamarkað. Þar er stór mark- 70

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.