Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Síða 73

Frjáls verslun - 01.03.1983, Síða 73
dæmis 15% minni það sem af er þessu ári, en var á sama tíma í fyrra. Þaö væri þá helst að þaö vantaði ódýrari gistimöguleika hér. Undanfarið hefur það stóraukist að ferðamenn fari þeint út á land, án þess að hafa viðdvöl í Reykjavík. Þetta er sennilega meðal annars vegna þess aö hótelin úti á landi bjóða mun lægri verð. Það er mjög eðlilegt ef tekið er tillit til þjónustunnar sem þar býðst samanborið við Reykjavík. En þessi þróun er síður en svo æskileg fyrir hótelin hér í borg- inni.“ Skýrslan ergott mál Hvernig líst þér á hótel- skýrsluna sem unnin var á vegum Ferðamálaráðs? ,,Þessi skýrsla er gott mál. Það getur oft verið betra að fá utanaðkomandi aðila til að gera slíka úttekt, því glöggt er jú gests augað. Margt var ágætt sem þarna kom fram, en einnig töluvert af villum í skýrslunni. Þetta voru alls ekki óeðlilegar kröfur sem settar voru fram og flest af þessu framkvæmanlegt. En þá er aft- ursþurning um peninga.“ Hvað var það helst sem þótti vanta? ,,Þaö var reyndar ýmislegt og mjög misjafnt eftir hótelum. Aöallega eru það ýmis tæki sem vantar. Vel búið ráð- stefnuhótel þarf að hafa sér- staka ráðstefnusali, með góðri lýsingu, fullkomiö magnara- og upptökukerfi og helst ættu aó vera sérstök borð og stólar.“ Er það þess virði að leggja út í mikinn kostnað til að laða hingað fleiri ráðstefnur? ,,Já, ég held aó þessi mark- aður lofi það góöu að sú fjár- festing mundi skila sér afar fljótt. En það vantar sárlega stóraukinn skilning á mikilvægi þessa þáttar í íslenskum ferða- málum. íslensk hótel hafa ekki bolmagn til að standa í slíku upp á eigin spýtur, til dæmis að gera það markaðsátak sem þyrfti að gera. Vonandi fer þessi skilningur aö aukast í framhaldi af vaxandi umfjöllun um þessi mál.“ Verum ófeimin Einhverlokaorð? ,,Já, mérfinnstaö menn þurfi að vera opnari fyrir nýjungum og vera ófeimnir við að troða nýjar slóðir við landkyningu á íslandi. Þó gömlu góðu Geys- ismyndirnar standi enn fyrir sínu, þá er okkur nauðsynlegt að prófa nýjar leióir í land- kynningu. Ég get nefnt sem dæmi, auglýsinguna frægu sem Flugleiðir voru með fyrir helgarferðir frá Stokkhólmi til (slands. Hún olli svo sannar- lega umtali og hefur skilaö ár- angri. Ný liðinn vetur er sá þriöji sem þessar helgarferðir eru í boði og bara núna í vetur komu hingað 3000 ferðamenn frá Bretlandi og Norðurlönd- unum í slíkum helgarferöum. Þetta setti skriðu af stað og mætti gjarnan vera hvatning til frekari nýjunga í ferðamálum og landkynningu.“ mest selda tímaritiö Áskriftarsímar 82300 og 82302 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.