Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Side 77

Frjáls verslun - 01.03.1983, Side 77
G. Hinriksson hf: RAFAFLIÐ VÍKUR FYRIR LOFTPRESSUNUM — mikið úrval frá Stenhoj á markaðnum í yfir 20 ár hefur G. Hinriks- son hf., flutt inn loftpressur frá dönsku Stenhoj-verksmiðjun- um og fer sá innflutningur stöðugt vaxandi. Notkun ioftverkfæra færist mjög í vöxt í öllum iðnaði og skapar þar með meiri markað fyrir loftpressur. Menn hallast nú frekar frá notkun rafdrifinna tækja, meðal ann- ars vegna viðhalds, auk þess sem þau loftknúnu eiga að vera öruggari, ódýrari og auð- veldari í notkun. Loftpressur endast mjög lengi og eru mörg dæmi um að þær gengi í allt að 20 ár án nokkurs viðhalds. Hjá G. Hinriksson hf er ávallt fyrirliggjandi nokkuð breið lína af pressum sem hægt er að af- greiða strax. Að auki eru þeir svo að breikka línuna en frekar til að geta þjónað fleirum. Loftpressurnar fást í 50 mis- munandi gerðum allt frá 0.75 hö upp í 20 hö. Af auka hlutum sem hægt er að fá má nefna hljóðdeyfihús sem draga veru- lega úr hávaða frá pressunum. Loftkútarnir geta verið ýmist lóðréttir eða láréttir. 77

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.