Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Side 84

Frjáls verslun - 01.03.1983, Side 84
menn hennarvöldum ílandinu. Stjórn hennar sagói strax skilið við gömlu samstöðuna og leiddi landiö inn á nýjar brautir hvað snerti efnahagslíf og skatta. Eöa eins og Larsson orðar þaö: „Hún framkvæmdi stefnu hinnar breiðu bresku millistéttar og kallaöi um leiö yfir sig andstöóu hinnar föður- legu, sósíalíhaldssömu yfir- stéttar og hinnar forsjárhugs- andi, nýsósíalísku nýju stéttar innan verkalýðshreyfingarinn- ar og Verkamannaflokksins. í þeirra augum er trú Thatchers á einstaklinginn ögrun, eöa öllu heldur móðgun.“ Larson skýrir mikið og stöð- ugt fylgi vió Thatcher með djúpum rótum hennar í hinni fjölmennu millistétt og því að í raun sé ekki um neinn annan trúverðugan valkost aö ræða. Bæði Verkamannaflokkurinn og Bandalag jafnaöarmanna — SDP — gagnrýna ríkis- stjórnina án þess aó leggja fram neinn skýran valkost. Það sama á reyndar við um minni- hlutann innan íhaldsflokksins, sem forsætisráóherrann hefur gjarnan nefnt ,,wets“. Höfundur skoðar umfjöllun- arefni sitt að miklu leyti af fé- lagsfræðilegum sjónarhóli. Hann kveóur markmið Thatch- ers vera að endurreisa hinn svo kallaða ,,self-made man“ andann, aó skapa samfélag þar sem fleiri geta auógast með vinnu sinni og áhættu. Viðtöl eru við marga stuðn- ingsmenn stjórnarinnar í bók- inni þar sem þeir lýsa þessum nýju straumum í bresku þjóðlífi. En höfundur lætur líka gagnrýnar raddir heyrast. Bæði alþýðusambandið, TUC, Samtök iónrekenda, CBI — sem hafa verið mjög tortryggin í garð Thatchers — og upp- reisnarseggurinn í íhalds- flokknum, Chris Pattern, sýna í viðtölum að margt hafi farió á verri veg í bresku efnahagslífi. Viótölin voru reyndar tekin í fyrra þegar mjög óljóst var hvort sá bati, sem nú er staó- reynd, myndi nást. Sérstaklega er athyglisvert viótal við Ralph Harris, yfir- mann Institute of Economic Affairs. í 30 ár hefur hann haldið uppi gagnrýni á keyns- iskar áherslur í breskri hags- stjórn, og haldið fram frjáls- hyggjuhugmyndum löngu áður en þær komust í tísku. I lok bókarinnar er ritgerð eftir Harris, þar sem hann gefur sögulegt yfirlit yfir þróun breskra stjórnmála síðustu 100 árin. Hann skýrir hvernig grundvöllur samstöðunnar miklu hrundi og hvernig jarð- vegur varó fyrir stefnubreyt- ingu. Fyrir þann sem vill setja sig inn í hugmyndafræði ,,that- cherismans" er þessi litla bók góð byrjun. Mörgum spurning- um er að sjálfsögðu ósvaraó, m.a. þeirri hvers vegna svo lít- illar sundrungar gæti í bresku þjóðlífi, sem raun ber vitni, þrátt fyrir atvinnuleysi um 3 milljóna manna og tilfinnanlegt aðhald í efnahagsstjórn. Líkleg skýring er að þjóðinni sé svo vel Ijóst hvílíkt hættuástand hafi ríkt í bresku atvinnu- og efnahagslífi að ákveðnar og róttækar aðgerðir, þótt óþægi- legar séu, veki traust. áflm ÞJÓNUSTAN HF. Sími77766 Utanhúss gluggatjöW fyrir heimahús og verslanir 84

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.