Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1985, Page 40

Frjáls verslun - 01.03.1985, Page 40
iðnaði gætu orðið illa úti vegna breyttra ákvæða um fyrningar, en önnur sem hingað til hafa sloppið við aö greiöa skatta þyrftu að opna pyngjuna. Afnám frádráttar vegna áhættusamra fjárfestinga gæti hægt á vexti í hátækni- og hugbúnaðariðnaði, og ferðum á veitingastaöi og næturklúbba myndi fækka. Á móti þessu kemur þó fyrrnefnd lækkun á tekjuskatti, úr 46% i 33%. Þannig lækkuöu greiðslur þeirra sem ekki hafa getað nýtt sér „holurnar“, en hinir þyrftu að þorga það sama og aðrir. „Lobbýistar" og fjárlagahalli Það sem að ofan greinir eru auðvitað hugleiðingar þyggðar á þvi sem gæti gerst ef tillögur fjár- málaráöuneytisins yröu sam- þykktar óbreyttar. Hins vegar bendir ekkert til að þaö gerist i bráð og liggja til þess ýmsar ástæður. Tillögur Regans snerta alla hugsanlega þrýstihópa i Banda- rikjunum og i flestum tilfellum skaðast þeiröflugustu mest. Þeir eru þegar byrjaöir baráttu gegn tillögunum og kemur þá að einum sérstæðasta þættinum i þanda- rísku stjórnmálalífi. Talið er aö í höfuðborg Bandarikjanna, Washington, séu nú yfir 10.000 manns sem hafa það að aðalat- vinnu að hamast i þingmönnum og stjórnarerindrekum til að fá þá til að snúast á sveif meö eöa gegn ákveðnum málum. Allir hugsanlegir og óhugsanlegir hagsmunahópar hafa slika „lobbýista“ á sínum snærum og ýmsar aðferðir eru notaðar. Allar gerðir fyrirtækja og einstaklinga hafa með sér samtök og halda úti starfsliði til að sjá stjórnmála- mönnum fyrir upplýsingum og gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Þessir þrýstihópar munu nú hefja allsherjarstrið i Washington til aö berjast gegn þeim ákvæð- um tillagnanna sem koma þeim illa hverjum um sig — og þaö eru fáir sem ekki skaöast aö ein- hverju leyti. (Það var reyndar haft eftir Regan aö einu hóparnir sem heföu ekkert viö tillögunarnar að athuga voru „Neytendasamtökin, sem eru eins vinstrisinnuð og hægt er aö vera, og Landssam- band skattgreiöenda sem er einhvers staðar hægra megin við Genghis Khan.“) Samtök borg- ar- og fylkisstjóra, kirkju- og likn- arstofnanir, bændur, verkalýðs- félög, iðnrekendur, tryggingafé- lög, kaupmenn og allir hópar þar á milli munu sjá til þess að þing- menn gleymi ekki hagsmunum þeirra. Reynslan sýnir að sá sem fær upp á móti sér „lobbýista" sem gæta hagsmuna kjördæmis- ins þarf yfirleitt að leita sér aö annarri vinnu eftir næstu kosn- ingar. Aðrar ástæður koma einnig i veg fyrir að þingið geti samþykkt tillögur Regans. Breytingarnar myndu i engu auka tekjur ríkisins og gifurlegur fjárlagahalli er stærsta áhyggjuefni þingsins þessa dagana. Þingmenn vilja ekki eyða orku sinni i timafreka vinnu og umræður um mál sem „engu skilar“ og hafa þvi sett fjárlögin efst á lista forgangs- verkefna. Sumir hafa þó séð þann möguleika aö breyta skattakerfinu þannig að það skil- að auknum tekjum um leið, en Reagan forseti myndi að likindum beita neitunarvaldi á alla slika lagasetningu. Hallalaus fjárlög er markmið sem ekki næst á þess- um áratug og þingið getur um fátt annað hugsað á meðan. Það tók um 100 manns tæpt ár að setja saman tillögur fjármála- ráöuneytisins um skattalaga- breytingar. Þessi vinna veröur þó liklega aldrei aö formlegu laga- frumvarpi, heldur verður um- ræöugrundvöllur i besta falli. Siö- an tillögurnar voru lagðar fram hefur Regan fjármálaráöherra skipt um starf við James Baker, starfsmannastjóra Hvita Húss- ins. Ekki er vist hvaða áhrif þetta hefur, en liklega er auðveldara fyrir Regan að fá stuðning forset- ans við hugmyndir sinar, nú þeg- ar þeir vinna saman persónulega á hverjum degi. Forsetinn hefur ekki látið i Ijós neinar opinberar skoöanir á tillögunum, en Baker fv. starfsmannastjóri og nýoröinn fjármálaráöherra mun vera þeim hlynnturi meginatriðum. Vitað er að Reagan forseti hef- ur áhuga á að sjá breytingar á skattalögunum veröa að veru- leika í valdatið sinni, en hann þyrfti að eyða miklu pólitisku púðri til að koma þeim i gegnum þingið. Hann þarf hins vegar á öllu sinu aö halda i glimunni við fjárlagahallann. Þetta töfraorð sem gagntekið hefur hugi banda- riskra þingmanna. ^wWars'^2302 82300o98/ — frjáls verzlun 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.