Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1985, Page 74

Frjáls verslun - 01.03.1985, Page 74
skiptingu Cargolux milli þessara þriggja meginsvæða. „Ef flugleið- in milli Evrópu og Asiu og til þaka aftur er tekin saman, eöa svæöi 2 og 3, þá gefur það Cargolux um 65% af sinum tekjum i dag og 35% tekna eru af flugi til Afriku og Ameriku. Stakkaskipti í rekstrinum Cargolux lenti i miklum rekstr- arerfiðleikum á árunum 1981 og 1982, sem siðan leiddu til þess að skipt var um forstjóra og hlutafé félagsins var aukið sjö- falt. Taprekstur varð mikill 1982 og einnig talsverður á árinu 1983. Sigmar var spuröur hvernig út- koman hefði veriö á siðasta ári og hverjar horfurnar væru á yfir- standandi ári. „Reksturinn hefur tekiö talsverðum stakkaskiptum og samkvæmt rekstrartölum frá nóvemberlokum þá stefndi allt að endar næðust saman á árinu 1984. Þá má geta þess aö flug- leiðin milli Luxemborgar og hing- að austur hefur sýnt nokkurn hagnað á siðustu mánuðum. Hins vegar eru aörar flugleiðir félagsins sem ekki gefa jafn mik- ið af sér. Hvað varðar árið í ár þá eru við frekar bjartsýnir á að reksturinn muni ganga þokka- lega". Stofnað fyrir tilstilli íslendinga Cargolux var stofnað árið 1970 hvað mest fyrir tilstilli Islendinga og þvi var Sigmar inntur eftir þvi hvort áhrif Islendinga væru mikil i fyrirtækinu. „Áhrif íslendinga eru talsvert minni í dag en þau voru áöur. Flugleiðir áttu í upphafi þriðjung hlutafjár i Cargolux, en þeir tóku ekki þátt i hlutafjár- aukningunni á sínum tima (1982) og eiga i dag nokkur prósent og má segja að þeir séu að mestu komnir út úr þessu sem eignar- aðilar. Hins vegar eru ennþá nokkrir Islendingar i æðstu stjórnunarstöðum. Má í þvi sam- bandi nefna aö framkvæmda- stjórar svæða 1 og 3 eru Islend- ingar og síöan eru menn i fram- kvæmdastjórastöðum í Luxem- borg, þótt forstjóri fyrirtækisins sé sænskur, en fyrrverandi for- stjóri fyrirtækisins var islending- ur“. Sigmar var inntur eftir þvi hvort íslenskir aðilar flyttu mikið með Cargolux t.d. frá Austurlöndum. „íslenskir aðilar hafa alltaf flutt nokkuð með okkur þó það segi ekki mikið i heildarflutningum Cargolux. Mest er um að ræða flutninga héöan af Austursvæð- inu til Luxemborgar og þaðan með Flugleiðum til íslands. Milli félaganna tveggja hafa veriö i gangi sérstakir samningar um fargjöld. I þessu sambandi má geta þess, að flestir islensku að- ilarnir kaupa sina vöru FOB og ráða þvi sjálfir hver flutningsaðil- inn er. Þeir leita þvi mikið til Flug- leiöa, sem siöan vegna samninga sinna við okkur beina flutningun- um hingað. Ég hef þá trú aö þessir flutningar gætu verið tals- vert meiri. Mjög margir aðilar skipta sér hreinlega ekkert af því hvernig vara þeirra er flutt frá Asiu. Leitaö er til flutningsheild- sala sem kannski þekkir okkur ekki. Þeir snúa sér til næsta flugfélags, sem er með opinbera gjaldskrá IATA, en hún er i sum- um tilvikum þrisvar sinnum hærri en sú gjaldskrá sem við getum boðið“. Upplýsingar Sigmar var spurður hvar is- lenskir innflytjendur gætu aflaö sér upplýsinga um flugáætlanir Cargolux og verðskrá félagsins. „Eins og ég gat um hér aö framan hafa Flugleiðir séð um þessi mál fyrir okkur á Islandi í gegnum árin, en nú hefur annar aöili bæst í þann hóp sem er flutningsmiöl- unarfyrirtækið Cosmos, sem veitir allar upplýsingar um flutn- ingsmöguleika með okkur. Cosmos selur siðan flutninga meö okkur eins og reyndar öðrumfélögum". Aöspurður um áreiðanleika Austurlandabúa á svæðinu i kringum Hong Kong hvaö vöruaf- greiðslu varðar sagði Sigmar aö almennt mætti segja að þeir væru mjög góðir í viðskiptum. Hins vegar væri þvi ekki að leyna aö á ákveðnum timum þegar viðskipt- in eru mest þá nytu hinir stærstu bestu þjónustunnar og þá gætu aöilar eins og Islendingar lent aft- ar i röðinni. „Það er mjög nauð- synleg og góð regla fyrir innflytj- endur að vera í góðu sambandi við viöskiptaaðila sina og jafn- framt þá aðila sem sjá um flutn- ingana". Vara getur verið 3 daga frá Hong Kong Sigmar sagði aðspurður aö vara sem send væri með flugi t.d. á laugardegi frá Hong Kong gæti verið til afgreiðslu á íslandi 5 dögum siðar eða á fimmtudegi ef þjónusta Cargolux væri notuð alla leið, en félagiö er með eitt vöruflug i viku til Islands. Hins vegar ef vara færi á laugardegi frá Hong Kong til Luxemborgar og áfram með Flugleiðum á mánudegi gæti hún verið til af- greiðslu á þriðjudegi eða þremur dögum siðar á Islandi. Ferheim til íslands Að endingu var Sigmar spurður að þvi hvort heimþráin sækti ekk- ert á hann og hvort hann gæti ekki hugsað sér til hreyfings heim til íslands. „Það er ekki nokkur vafi á þvi að til íslands fer ég. Hvenær það verður er hins vegar óráðið. Viö fjölskyldan höf- um ekki áhuga á þvi að búa hér í Asiu nema kannski um tvö ár til viðbótar. Þaö er svo gífurlega ólikt að búa hér eða Evrópu. Ég reikna með þvi að verða fluttur héðan innan tveggja ára. Hvort þaö verður til Islands eða til ann- arra staða hjá fyrirtækinu veit ég ekki á þessari stundu. Við höfum hins vegar reynt að fylgjast sem best meö þvi sem er að gerast heima á Islandi frá ári til árs. Við förum alltaf einu sinni á ári heim og dveljum þar i rúman mánuð, auk þess sem viö fáum dagblöðin send reglulega aö heiman. Með þvi móti er hægt að fylgjast með þvi helsta sem er að gerast. Meg- inmálið er auðvitað aö ég er ís- lendingur, kannski meiri íslend- ingur eftir að ég kom hingað svo fjarri heimalandinu og því stendur hugurinn heim“, sagði Sigmar Sigurðsson aö endingu. 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.