Frjáls verslun - 01.03.1985, Page 89
einstaklingurinn fær aö njóta sin
án óþarfa afskipta hins opinbera.
Ef viö kunnum aö lifa saman i sátt
og samlyndi, mun starfsamri þjóö,
sem er opin fyrir nýjungum og þvi
sem til framfara horfir, takast aö
mæta framtíðinni af bjartsýni og
meö jákvæöu hugarfari.
Nýtt framfaraskeið
að hefjast í iðnríkjunum
— sagðiJdnas H. Haralz
í mjög stuttu máli má segja,
aö þau nýju viöhorf sem komiö
hafi til sögunnar í umheiminum
síðustu árin séu fólgin í meira
raunsæi en áöur var ríkjandi.
Þeirrar bjartsýni, sem var svo
áberandi upp úr 1960 og þess
ofmetnaöar og ofdirfsku, sem af
henni spratt, gætir ekki lengur. í
stað þess hefur komið raunhæf-
ur skilningur á þeim kostum,
sem völ er á, á þeim markmið-
um, sem unnt er aö ná og á þeim
tækjum, sem beita má meö
árangri.
Menn skilja nú betur en um all-
langt skeiö aö einnig i allsnægta-
þjóöfélagi nútímans veröur ekki
ööru skipt en þvi sem aflað er.
Hagvöxtur og framleiöni skipa þvi
að nýju þann virðingarsess, sem
áður var. Jafnframt gera menn
sér Ijóst, aö eigi nýgræöingur aö
dafna verður gamall gróöur aö
víkja. Virkir markaöir, aukin sam-
keppni og minni rikisafskipti eru
talin skipta meginmáli. Hófsemi í
stjórn efnahagsmála er önnur hlið
þessara viöhorfa, hófsemi í vali
markmiöa og hófsemi i beitingu
þeirra tækja sem völ er á. Siðast
en ekki síst fer fram endurmat á
hlutverki rikisins i atvinnu- og vel-
feröarmálum. Leitaö er nýrra leiða
til aö veita þá þjónustu og sjá fyrir
þvi öryggi, sem velferöarrikiö
haföi tekiö sér á heröar. Þessara
viöhorfa og þessarar viðleitni
gætir hvarvetna i þeim löndum,
þar sem við þekkjum vel til, þótt í
mismunandi mæli kunni aö vera.
Enn athyglisverðara er þó, aö
þeirra viröist gæta án verulegs til-
lits til þess, hvaöa stjórnmála-
flokkar fara meö völd i þessum
löndum. I nýlegu blaöaviötali seg-
ir franski forsætisráðherrann,
sósialistinn Laurent Fabius, aö
heimurinn taki örum breytingum
og eigi Frakkar aö vera i farar-
broddi meöal þjóöanna veröi þeir
aö laga sig aö breyttum aöstæö-
um. Á þessu hafi orðið bið. Aölög-
unin feli í sér mikil efnahagsleg og
félagsleg vandkvæöi, en átakinu
megi ekki lengurfresta.
Ég vil Ijúka þessu yfirliti um
tengsl islands við umheiminn
meö þvi aö gera nokkra grein fyrir
þeim viöhorfum, sem mér viröast
nú blasa við okkur íslendingum.
Svo er aö sjá sem nýtt framfara-
skeið sé aö hefjast í iönríkjum
heimsins, hagvöxtur muni veröa
álitlegur og alþjóöaviöskipti vax-
andi. Jafnframt gerast þær um-
breytingar sem eru snar þáttur
hagvaxtar, nýjar atvinnugreinar
vaxi fram en aörar dragist saman,
ný fyrirtæki veröi til en önnur
hverfi. Þaö er ekki heldur annaö
aö sjá en aö horfur þróunarland-
anna fari batnandi. Skuldakrepp-
an hefur reynst viðráðanleg og
hagvöxtur hefur víöa tekiö viö sér,
ekki sist á grundvelli ört vaxandi
útflutnings. Þessar aöstæöur eru
okkur Islendingum vissulega
hagstæöar. Á hinn bóginn er sér-
staða okkar vegna umráða yfir
auölindum lands og sjávar alls
ekki sú, sem við á timabili geröum
okkur i hugarlund. Samkeppni á
útflutningsmörkuöum er hröö og
orkuverð fer lækkandi en ekki
hækkandi. Aö þvi leyti eru ytri aö-
stæöur kröfuharðari en við hefð-
um bæöi taliö og óskaö.
Hvers er þá þörf af okkar hálfu?
Þaö er þörf á því raunsæi og þeim
skilningi, sem nú gætir aö nýju i
öörum löndum. Þaö er umfram allt
þörf á skynsamlegu mati á
tengslum okkar við umheiminn.
íslandssagan fylgir ekki sínum
eigin brautum, óháö mannkyns-
sögunni. Viö getum ekki fylgt
efnahagsstefnu, sem brýtur i
bága viö stefnu annarra þjóöa.
Viö getum ekki lifaö viö verð-
bólgu, sem er langt umfram þaö
sem er í viðskiptalöndum okkar.
Viö getum ekki haldiö raunvöxt-
um, sem eru allt aðrir en annars
staöar tiökast. Viö getum ekki
verndað atvinnulífið fyrir um-
breytingum. Viö getum ekki hald-
iö uppi sivaxandi opinberri þjón-
ustu með sama hætti og áöur
hefur veriö. Við getum ekki hafn-
aö nánum samskiptum viö aörar
þjóöir i atvinnurekstri jafnt sem
viðskiptum. Í staö þess aö byrgja
okkur inni verðum viö að gefa lífs-
anda loft.
I upphafi kvæöisins „Væringj-
ar“ kemst Einar Benediktsson
svo aö oröi:
85