Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1985, Side 104

Frjáls verslun - 01.03.1985, Side 104
Um páskana flutti einn af fréttamönnum ríkisútvarpsins, Stefan Jón Hafstein, athyglisverðan fréttapistil frá Bandaríkj- unum. Greindi hann frá könnun á lestrarvenjum Bandaríkja- manna en helsta niöurstaða hennar var sú að bókalestur hefur vaxiö þar ótrúlega mikiö á síðustu árum, svo og lestur tímarita og sérrita hvers konar. Á sama tíma hefur heldur dregið úr lestri dagblaða. Niðurstöður könnunarinnar sem Stefán Jón sagöi frá kemur þó ekki á óvart heldur staöfestir það sem vit- aö var fyrir — að bökalestur og tímaritalestur er nú í mikilli sókn eftir lægðartimabil sem fylgdi í kjölfar almennrar sjón- varpsvæðingar og myndbandaeign almennings. Bandaríkja- menn hafa löngum veriö skrefinu á undan, ef svo má að orði komast. Niðursveiflan í lestri kom á undan hjá þeim og upp- sveiflunnar verður fyrst verulega vart þar en reynslan sýnir að þróunin hjá öðrum þjóðum hefur alltaf veriö svipuð, aðeins komið dálítið á eftir. Sannast sagna voru margir orðnir mjög uggandi um framtíö bókaútgáfu og bókalesturs á íslandi eftir nokkur mögur ár í röð. Samdráttur bóksölu var sagður allt að 25% á milli ára. Niöurstaöa síðustu „jólavertíöar" varð hins vegar sú að bók- sala varð betri en um langt skeið og er ekki fráleitt að ætla að þar megi merkja fyrstu vísbendingu um sókn bókarinnar á nýj- an leik á íslandi. Það er einnig Ijós staöreynd að áhugi fólks á tímaritum og sérritum hvers konar hefur aukist gífurlega. Tímarit sem fjalla um sérhæft efni hafa náð góðri útbreiðslu og stööugleika í sölu sem aftur hefur leitt til þess að þessi tímarit hafa náö öruggri fótfestu á auglýsingamarkaöinum. Með auglýsingum í þeim hafa seljendur vöru og þjónustu náð betur til þeirra markhópa sem þeir vilja beina sölu sinni til. Kom þessi þróun fyrst fram i Bandaríkjunum en er nú greinilega aö færast yfir til Evrópu og er t.d. Ijóst aö tímaritaútgáfa sem átti verulega und- ir högg að sækja á Norðurlöndunum um skeiö er nú aftur á mikilli uppleið. Ætla má að þróunin á íslandi verði mjög svipuö og annars staðar. Sjónvarps- og myndbandasveiflan gengur yfir á ákveðnum tíma og er raunar hægt að greina merki þess, m.a. á bóksölunni fyrir síðustu jól að nýjabrumið sé að fara af þess- um fjölmiðlum. Ýmis teikn eru á lofti að þróunin í tímaritaút- gáfu og útgáfu sérrita verði svipuð á íslandi og annars staöar og þessir fjölmiðlar muni sækja stööugt í sig veðrið. Það staðfestir m.a. sú mikla aukning sem oröið hefur á útbreiöslu tímarita Frjáls framtaks en á síöustu tveimur árum hefur upp- lag timarita og sérrita fyrirtækisins nálega þrefaldast. m, 100
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.